Morgunengill. Eftir Árni Þórarinsson

Það er ekki margt líkt með fátækum bréfbera norðan heiða og auðmanni með milljarðaskuldir á bakinu. Örlög beggja fléttast þó saman við leit Einars blaðamanns að réttlæti ekki síður en forsíðufréttum. Sjaldan hefur hann tekist á við jafn erfitt sakamál. Ekkert er eins og áður var. Nema kannski það að eins dauði er annars brauð.

Morgunengill er grípandi sakamálasaga úr íslenskum samtíma, áleitin og nístandi saga um glatað sakleysi, þörfina fyrir friðþægingu og sátt við eigin uppruna.

****
„…Morgunengill er glæsilega unnin, með sterkri samfélagslegri sýn og ríkri siðferðilegri boðun… Velheppnuð afþreying og voveifleg lýsing á því samfélagi sem við höfum búið okkur...”
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

**** og hálf stjarna
„… bókin er lygilega sannsöguleg og endurspeglar meinið í íslensku samfélagi sérstaklega vel … Þetta er frábær bók, besti krimmi sem ég hef lesið í nokkurn tíma.”
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið

„Meistarakrimmi. Besta bók Árna Þórarinssonar. Hugrökk og sönn.“
Árni Matthíasson / blaðamaður á Morgunblaðinu

„Spennandi og afhjúpandi, óhugnanleg og mjög óvænt í lokin.“
Katrín Jakobsdóttir / menntamálaráðherra

„Klárlega besta bókin hans Árna hingað til.“
Kolbrún Ósk Skaftadóttir /  Eymundsson


Höfundur: Árni Þórarinsson
Árni Þórarinsson starfaði árum saman sem blaða- og fjölmiðlamaður, var m.a. ritstjóri Mannlífs og blaðamaður á Morgunblaðinu.
Fyrsta skáldsaga Árna, spennusagan Nóttin hefur þúsund augu, kom út árið 1998 og síðan hefur hann sent frá sér fleiri bækur um blaðamanninn Einar, auk annarra sagna. Hann á einn kafla í bókinni Leyndardómar Reykjavíkur 2000, sem nokkrir glæpasagnahöfundar skrifuðu í sameiningu og árið 2002 kom út bókin Í upphafi var morðið sem Árni skrifaði ásamt Páli Kristni Pálssyni. Þeir hafa einnig unnið saman tvö sjónvarpshandrit, Dagurinn í gær, sem sýnt var í RÚV 1999 í leikstjórn Hilmars Oddssonar og 20/20, sem Óskar Jónasson leikstýrði fyrir RÚV 2002. Síðarnefnda myndin var tilnefnd til fjögurra Edduverðlauna, meðal annars fyrir besta handrit. Þá hefur Árni sent frá sér viðtalsbók og þýðingu á barnabók eftir Evert Hartman, en fyrir þá þýðingu hlaut hann Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 1984. Spennusögur Árna hafa komið út í þýðingum, meðal annars á Norðurlöndunum, í Þýskalandi og Frakkland.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga