Töframaðurinn. Eftir Michael Scott

Eftir æsispennandi flótta frá Bandaríkjunum lenda tvíburarnir Sophie og Josh í heimaborg gullgerðarmannsins, París. Þar búa ótal fornar, ódauðlegir menn og aðrar myrkraverur og erfitt að vita hverjum er hægt að treysta.
Kraftar Sophie hafa verið leystir úr læðingi og nú er kominn tími til að hún læri galdra eldsins. Besti kennarinn í þeim fræðum er gamall nemandi Flamels, Saint-Germain greifi, gullgerðarmaður og rokkstjarna. En þau mega engan tíma missa. Myrkrafornarnir og hyski þeirra ætla að tortíma jörðinni og einungis tvíburar spásagnarinnar, Josh og Sophie Newman, geta komið í veg fyrir það – ef þau snúast ekki hvort gegn öðru.
Töframaðurinn er framhald Gullgerðarmannsins, önnur bókin af sex í bókaflokki Michaels Scott um hinn ódauðlega Nicolas Flamel sem farið hefur sigurför um heiminn. 
Guðni Kolbeinsson þýddi.


„Spennandi og fullkomlega fléttuð ævintýrasaga,
eitthvað fyrir aðdáendur Harrys Potter.“
Booklist

„Aðdáendur . . . fá nóg til að skemmta sér yfir, velta fyrir sér
og óttast í þessari vel heppnuðu framhaldsbók.“
School Library Journal

„Konungur ævintýrabókanna.“
The Irish Times


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga