10.10.10 - atvinnumannssaga Loga Geirssonar

Ódysseifur íslenska handboltalandsliðsins.
Handhafi fálkaorðunnar.
Silfurverðlaunahafi í Peking 2008 og brons í Austurríki 2010.
Evrópumeistari með Lemgo 2006 og 2010.

Bókin 10.10.10 er atvinnumannssaga Loga Geirssonar sem lék í mörg ár með Lemgo, einu besta handboltaliði heims. Í bókinni útskýrir Logi hvernig ferð í kirkjugarð varð til þess að hann ákvað að leggja allt í sölurnar til að ná takmarki sínu. Hann komst á tindinn með Lemgo, varð stjarna og lifði lúxuslífi. Smáatvik í leik árið 2007 breytti hins vegar öllu og leiðin niður af toppnum var ísköld. Logi tekur lesandann með sér á bak við tjöldin í heimi atvinnumennskunnar og segir frá ýmsum skuggahliðum hennar. Þá er íslenska landsliðinu fylgt eftir og lýst stemningunni í liðinu þegar ólympíusilfrið var í höfn. Logi dregur ekkert undan og hlífir engum − allra síst sjálfum sér.

Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður skrifar sögu þessarar einlægu handboltahetju.


„Hrikalega skemmtileg lesning frá fyrstu til síðustu síðu.“
Patrekur Jóhannesson fyrrverandi atvinnumaður

„Alvörufull og einlæg bók sem yljar lesanda um hjartarætur og svalar forvitni lesandans um hinn harða heim atvinnumennskunnar.“
Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona

„Líklega einlægasta bók sem gefin hefur verið út, nær til allra aldurshópa.“
Kristmundur Axel tónlistarmaður

„Henry Birgi tekst að færa persónuna Loga Geirsson í bók.“
Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona

„Setti smá spurningarmerki við það að Logi Geirsson væri að gefa út bók… En þvílíka meistarastykki sem 10.10.10 er! Hann getur greinilega allt meistari Geirsson.“
Aron Pálmarsson handboltamaður

Höfundur: Henry Birgir Gunnarsson


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga