Ertu Guð, afi? Eftir Þorgrímur Þráinsson

Emma Soffía er ellefu ára, á pabba sem er alltaf úti á sjó og mömmu sem reynir sig reglulega við Íslandsmetið í fýlu. Hún hefur aldrei séð afa sinn fyrr en hann birtist á tröppunum með hundinn Tarzan og eftir það verður ekkert eins og áður. Afi tyggur matinn 77 sinnum (auðvitað – hann er nú einu sinni 77 ára), getur hætt að anda og svifið út úr líkamanum, er furðulega góður í fótbolta (miðað við aldur) og fyrr en varir eru allir í hverfinu farnir að tala um hann.

Ertu Guð, afi? er hlý og skemmtileg saga eftir Þorgrím Þráinsson sem um árabil hefur verið einn ástsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar. Hér leiðir hann lesendur sína á ný mið í fylgd heillandi persóna sem eru í senn djúpvitrar og gamansamar. Sagan var valin úr fjölda handrita sem bárust í samkeppnina um Íslensku barnabókaverðlaunin 2010.


„Höfundi er mikið niðri fyrir en höndlar efnið af næmleik og stillingu … Fyrir bragðið gefst ungum lesendum kostur á sögu sem vill leiða þau lengra og sýna þeim lífsskoðanir sem sjaldan rekur inn í bækur fyrir aldurshópinn ellefu plús.”
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatímin

Þorgrímur Þráinsson (f. 1959) var þekktur sem knattspyrnumaður og blaðamaður þegar hann sendi frá sér sína fyrstu bók, Með fiðring í tánum, haustið 1989.Síðan hafa komið út eftir hann fjölmargar unglingabækur sem notið hafa mikilla vinsælda.Þorgrímur hlaut íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Margt býr í myrkrinu.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga