Blóðnætur - Åsa Larsson

Lögfræðingurinn Rebecka Martinsson reynir að takast á við djöfla fortíðarinnar – skyldi ferðalag á æskustöðvarnar í Norður-Svíþjóð geta auðveldað henni það? Hún er ekki fyrr komin þangað en hún flækist inn í skelfilegt mál: Mildred Nilsson, presturinn umdeildi, hefur verið myrt af mikilli heift á bjartri sumarnótt og alblóðugt lík hennar hengt upp í kirkjunni. Allir sem henni tengjast virðast hafa eitthvað að fela og grimmir úlfar sem vilja verja yfirráðasvæði sitt eru víða í skógunum umhverfis Kiruna.Metsöluhöfundurinn Åsa Larsson er lögfræðingur og alin upp í Kiruna í Lapplandi eins og söguhetja hennar. Fyrsta bók hennar um Rebecku Martinsson, Sólgos, vakti mikla athygli og fékk verðlaun sem besta sænska frumraunin á sviði glæpasagna og hefur verið kvikmynduð. Á eftir fylgdi sagan Blóðnætur, sem fékk sænsku glæpasagnaverðlaunin.


Búið er að kvikmynda báðar þessar bækur Larssons í Svíþjóð og hefur kvikmyndaréttur þeirra einnig verið seldur til Bandaríkjanna.
Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi.

Persónulýsingar næmar, lyktir ófyrirsjáanlegar og pólitískt kórréttar.
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

„Ný drottning sænskra glæpasagna.“
Elle

„Aðdáendur Hennings Mankell, Karinar Fossum og Arnaldar Indriðasonar fá hér bók við sitt hæfi.“
Publishers Weekly

„Larsson … skapar hörkuspennandi söguþráð en stærsti kostur hennar er þó hæfileikinn til að sýna inn í hugarheim persónanna og leiða í ljós hvað kemur þeim til að fremja glæpi eða góðverk.“
Booklist

„Einstaklega grípandi frásögn … af ástríðum og glötuðum tækifærum …“
Euro Crime

„Höfundi tekst snilldarlega að draga upp stemningu þar sem spilað er af kunnáttu á napurlegt umhverfið.“
Kirkus Reviews

Metsöluhöfundurinn Åsa Larsson er ný drottning sænskra glæpasagna að mati tímaritsins Elle og smekkfólkið hjá Publishers Weekly ber hana saman við Henning Mankell, Arnald Indriðason og Karin Fossum. Það er ágætis meðmæli fyrir ungan skattalögfræðing frá Kiruna. Enda stendur hún algjörlega undir hrósinu. Larsson hefur þegar gefið út fimm spennusögur í heimalandi sínu en tvær þeirra eru nú fáanlegar á íslensku. Spennusagan Sólgos kom út hjá Stílbroti í fyrra og nú er metsölubókin Blóðnætur komin út í kilju.  Fyrri bókin var valin besta frumraunin af valnefnd sænsku glæpasagnaverðlaunanna og Larsson hlaut síðan aðalverðlaunin fyrir Blóðnætur.

Við hvetjum alla krimmaaðdáendur til þess að kynna sér verk Åsu Larsson.

 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga