Blóðhófnir. Eftir Gerður Kristný

Í Blóðhófni yrkir Gerður Kristný um jötunmeyna Gerði Gymisdóttur sem Skírnir, skósveinn Freys, sótti til Jötunheima handa húsbónda sínum. Hér er efni hinna fornu Skírnismála listilega flutt í nútímalegt söguljóð, fullt af átökum, harmi og trega, og talar sterkt til samtímans.
Gerður Kristný vakti strax mikla athygli með fyrstu ljóðabók sinni, Ísfrétt, og hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir ljóð sín, nú síðast Ljóðstaf Jóns úr Vör og Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar. Blóðhófnir er fjórða ljóðabók hennar en sú síðasta, Höggstaður, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Bókin er innbundin, rúmar 120 síður.


„Síðu eftir síðu við lesturinn undraðist ég hversu fá orð geta haft mikil áhrif. … Ljóðabækur gerast ekki betri en Blóðhófnir.“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið

„Það er ekki vafi á því að Blóðhófnir er hennar langbesta bók til þessa –
og hefur hún þó gert margt afar vel á ferlinum.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið

„Besta ljóðabók Gerðar Kristnýjar. Meitlaður texti sem talar til lesandans á mörgum sviðum. Lestrarnautn.“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

Gerður er fædd 10. júní 1970. Hún lauk B.A.-prófi í frönsku með almenna bókmenntafræði sem aukafag frá Háskóla Íslands í febrúar 1992. Gerður stundaði nám í hagnýtri fjölmiðlun 1992-1993 og starfsþjálfun hjá sjónvarpsstöð Danmarks Radio fylgdi í kjölfarið.

Gerður hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, m.a. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir skáldsöguna Bátur með segli og allt. Auk þess fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni Litrófs í Sjónvarpinu árið 1992 og Bókaverðlaun barnanna árið 2003 fyrir Mörtu smörtu. Hún fékk Blaðamannaverðlaun Íslands árið 2005 fyrir bókina Myndin af pabba – Saga Thelmu.

Ljóð og smásögur Gerðar hafa verið birt í kennslubókum fyrir grunn- og menntaskóla, auk þess sem ljóð hennar og smásögur hafa birst í ýmsum safnritum, erlendum sem íslenskum.

Meðal verka hennar eru: Ísfrétt (ljóð, 1994), Regnbogi í póstinum (skáldsaga, 1996), Eitruð epli (smásögur, 1998), Bannað að blóta í brúðarkjól (leikrit, 2000), Launkofi (ljóð, 2000), Ég veit þú kemur (skáldsaga, 2002), Marta Smarta (barnabók, 2002), Bátur með segli og allt (skáldsaga, 2004), Jóladýrin (barnabók, 2004), Myndin af pabba - Saga Thelmu (2005), Land hinna týndu sokka (2006), Höggstaður (2007), Ballið á Bessastöðum (2007) og Prinsessa á Bessastöðum (2009).


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga