Sólstjakar.Eftir Viktor Arnar Ingólfsson

Sólstjakar er sjöunda bók Viktors Arnar en margir þekkja bækur hans Flateyjargátu, Engin spor og Aftureldingu. Sú síðasttalda rataði á sjónvarpsskjái landsmanna í sakamálaseríunni Mannaveiðum.
Sólstjakar hefjast í Þýskalandi. Á skrifstofu íslenska sendiherrans í Berlín situr vafasamur viðskiptajöfur með iðrin úti og flugbeittan veiðihníf á kafi í maganum. Hver átti sökótt við þennan mann? Og hvernig komst hnífurinn inn um öflugt öryggishlið norrænu sendiráðanna? Íslensku lögreglumennirnir Birkir og Gunnar eru sendir á vettvang – en glæpurinn reynist eiga rætur sínar á Íslandi.

„… bók sem krimmafíklar mega ekki láta fram hjá sér fara.“
Þórhildur Ólafsdóttir / midjan.is

„…sagan heldur áfram að sitja um lesandann, löngu eftir að lestri er lokið.“
Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is

„Í stuttu máli má segja að Sólstjakar sé fín saga, vel uppbyggð og spennandi með ýmsum, óvæntum snúningum.“
Katrín Jakobsdóttir / Eyjan.is

„…alveg frábær, skemmtileg og spennandi…mikil saga um grimm örlög og grimmdarlega hefnd.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

„Vel skrifuð og spennandi glæpasaga sem mun væntanlega falla í kramið. Birkir Li, Gunnar og Anna eru komin til að vera.“
Stefán Pálsson / kanika.net

Mikið er ég ánægð með að fá íslenska glæpasögu þar sem mengi grunaðra er skýrt afmarkað frá byrjun. Hérlendis hefur verið skortur á tilbrigðum við þetta klassíska stef … heilmikill húmor í frásögninni og vel fléttuð saga … “
Erna Erlingsdóttir / Miðjan.is

Sólstjakar er flott bók”
Óttarr Proppé / Rás 2 (setur Sólstjaka efst á topp 5 lista sinn)

Semsagt fannst mér Sólstjakar rosalega fín lesning. Flott bók eftir fínan höfund. Ég er ekki frá því að ég skelli mér í þær bækur höfundar sem ég á ennþá eftir.”
Kolla / Miðjan.is

 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga