Vísnafýsn. Eftir Þórarinn Eldjárn

Út er komið bráðskemmtilegt vísnakver eftir Þórarin Eldjárn. Í Vísnafýsn yrkir Þórarinn laust og fast um smátt og stórt – stökur og smáljóð um ýmsar hliðar tilverunnar, ekki síst þær óvæntu.Hér má finna speki og sprok um sérviskur og samviskur, mannlýsingar og upplýsingar.Vísnafýsn er óvenjulegt kver með brýnt erindi við vandaða þjóð í hnipri.


„… hér eru á víða ferðinni paradoksar og afórismar, klassísk form sem falin eru í stöku, viskusteinar sem hafa á sér yfirbragð saklausrar hugsunar en eru dýpri, einhvers konar völur sem lesandinn getur velt í lófa hugans, spakmæli sett í hendingar.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttablaðið

„Vísnafýsn er aðgengileg og skemmtileg ljóðabók sem allir ættu að hafa gaman af. Hún virðist einföld við fyrsta lestur en í gegnum hana liggur heill strengur og á bak við hverja stöku er heill heimur. Þetta er bók sem mallar heillengi í manni eftir á.“
Ingveldur Geirsdóttir

Þórarinn Eldjárn (f. 1949) á að baki langan höfundarferil en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1974. Hann hefur haft skýra sérstöðu meðal íslenskra skálda. Þekktastur er hann fyrir glímu sína við hið hefðbundna ljóðform en einnig hvernig hann hefur unnið úr íslenskum menningararfi með ísmeygilegri gamansemi sinni sem tíðum reynist egghvöss þegar betur er að gáð. Þórarinn er eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar; bækur hans hafa jafnan notið mikilla vinsælda og iðulega verið á metsölulistum. Hann er gríðarlega fjölhæfur og hefur sent frá sér verk í flestum greinum bókmennta: ljóðabækur í hefðbundnu formi og frjálsu, smásögur, skáldsögur, leikrit og barnaljóð, auk þess sem hann hefur verið afkastamikill þýðandi og höfundur söngtexta


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga