Íslandssaga í stuttu máli. Eftir Gunnar Karlsson

Íslendingar hafa löngum verið áhugasamir um sögu þjóðarinnar, atburði, mannfólk og lífið í landinu frá landnámi til okkar daga. Hér birtist heildstætt og handhægt yfirlit Íslandssögunnar í hnotskurn í ljósum og hnitmiðuðum texta og fjölda mynda, kjörið til glöggvunar og upprifjunar.
Höfundur bókarinnar, Gunnar Karlsson, var lengi prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og hefur skrifað fjölda kennslubóka og fræðirita.

Bókin fæst einnig á ensku, þýsku og sænsku.

Gunnar Karlsson sagnfræðingur er fæddur árið 1939 í Efstadal í Laugardal. Hann lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands 1970 og doktorsprófi frá sama skóla 1978. Hann kenndi við við University College í London 1974-1976, varð lektor í sagnfræði við HÍ 1976 og prófessor 1980.
Gunnar hefur skrifað fjölmargar kennslubækur í sögu fyrir öll skólastig, frá grunnskóla og upp í háskóla, skrifað hluta af stórum ritum eftir marga höfunda, til dæmis Sögu Íslands og ritstýrt við þriðja mann útgáfu á Grágás (1992) Meðal fræðirita hans má nefna doktorsritgerð hans, Frelsisbaráttu Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum, 1977, Íslandssöguna Iceland’s 1100 Years: the history of a marginal society, 2000 og ritið Goðamenning: staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga, grundvallarrit um eitt merkilegasta tímabil í íslenskri sögu (2004).

Árið 2000 kom út eftir Gunnar Íslandssaga í stuttu máli, einkar handhægt og upplýsandi rit þótt stutt sé. Það kom einnig á ensku: A Brief History of Iceland. Árið 2010 komu þær út í nýjum útgáfum og þá einnig á þýsku og sænsku.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga