Sultur. Eftir Knut Hamsun

„Það var á þeim árum er ég ráfaði um og svalt í Kristíaníu …“

Þannig hefst ein frægasta skáldsaga Evrópu, Sultur eftir norska Nóbelshöfundinn Knut Hamsun. Söguhetja hans, ónefndi ungi maðurinn sem hangir á hungurmörkum með höfuðið fullt af skáldskaparórum, átti engan sinn líka þegar bókin kom fyrst út árið 1890. Í ítarlegum lýsingum á lífi hans frá degi til dags kemur í ljós að ímyndunaraflið er óþreytandi en líkami og sál engjast af hungri, ekki bara í næringu heldur líka í nánd og hlýju, konur, skilning, viðurkenningu og uppljómun hugans …

Með Sulti braut Hamsun blað í evrópskri bókmenntasögu, ekki síst með því að endurskapa sjálfan sig í söguhetjunni á tvíræðan og meinfyndinn en um leið ástúðlegan hátt.

Þýðing Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi kom fyrst út árið 1940 og nær hann einstæðum tökum á stíl og andrúmi frumtextans.

Formála ritar Halldór Guðmundsson.

„Allar nútímabókmenntir á 20. öld eiga uppruna sinn hjá Hamsun. Þeir voru allir lærisveinar Hamsuns, Thomas Mann og Arthur Schnitzler … jafnvel ekta bandarískir höfundar eins og Fitzgerald og Hemingway.“
Isaac Bashevis Singer


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga