Ljóðlínusafn. Eftir Sigurður Pálsson

Eldri ljóðabækur hins margverðlaunaða skálds og rithöfundar, Sigurðar Pálssonar, hafa verið ófáanlegar um árabil. Hér koma þrjár þeirra út í einni safnbók en hér eru saman komnar ljóðabækurnar Ljóðlínudans, Ljóðlínuskip og Ljóðlínuspil.

Ljóðlínusafn er þriðja ljóðasafn Sigurðar en áður hafa hafa komið út Ljóðvegasafn (Ljóð vega salt, Ljóð vega menn og Ljóð vega gerð) og Ljóðnámusafn (Ljóð námu land, Ljóð námu menn og Ljóð námu völd).

Sigurður  er fæddur  á Skinnastað 1948. Hann er leikhúsfræðingur að mennt, rithöfundur og þýðandi að starfi. Hann er í fremstu röð íslenskra ljóðskálda, prósahöfunda og leikskálda, fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Minnisbók sína og Grímuverðlaun fyrir leikverkið Utan gátta. Ljóðabækur hans eru fjórtán talsins.


„Skáldskapur Sigurðar Pálssonar er þegar á heildina er litið afar tær eða opinn. Það er á einhvern hátt auðvelt að ganga inn í hann og beita honum sem sjóngleri á eigin veruleika. Glíman við nútíðina eða hina krefjandi andrá, þar sem einfaldleikinn situr í fyrirrúmi, gerir lesandanum kleift að spegla sig í ljóðunum  […]. Yrkisefni Sigurðar eiga sér styrka stoð og uppruna í veruleikanum.“
Eiríkur Guðmundsson / Skírnir 1996


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga