Kvæðakver. Eftir Halldór Laxness

Kvæðakver Halldórs Laxness kom fyrst út árið 1930 en síðar var aukið við það fjölda kvæða sem flest eru úr skáldsögum hans og leikritum. Ungæðislegur tónn, snarpur og ögrandi, einkennir mörg kvæðanna og þar eru frumleiki og glens í fyrirrúmi. Önnur eru einlæg, lágstemmd og tregafull en iðulega sameinar höfundurinn þessa tvo póla eins og honum var svo tamt í verkum sínum.

Öll eru kvæðin minnistæð, mörg þeirra alkunn og þjóðinni einkar hjartfólgin.

Halldór ritar sjálfur eftirmála þar sem hann segir frá því hvenær einstök kvæði voru ort og varpar ljósi á tilurð þeirra og tilefni.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga