Maðurinn sem hvarf - kilja. Eftir Maj Sjöwall, Per Wahlöö

Martin Beck er nýkominn í langþráð sumarfrí þegar hann er beðinn um að taka að sér rannsókn á dularfullu og viðkvæmu máli: Sænskur blaðamaður er horfinn sporlaust í Búdapest. Á bak við járntjaldið. Martin Beck fer til Ungverjalands að grennslast fyrir um afdrif mannsins en hann virðist hafa gufað upp – og það er ekki bara ungverska lögreglan sem fylgist með hverju fótmáli Becks …

Maj Sjöwall og Per Wahlöö byrjuðu á ritröðinni Skáldsögu um glæp árið 1965 og náði hún miklum vinsældum. Maðurinn sem hvarf er önnur bókin í röðinni og sú eina sem gerist að mestu utan Svíþjóðar. Bókaflokkurinn olli straumhvörfum í norrænni glæpasagnaritun og eru sögurnar taldar klassískar.

Þær hafa verið þýddar á 34 tungumál og gefnar út víða um heim.

Maðurinn sem hvarf kom fyrst út á íslensku árið 1978 í þýðingu Þráins Bertelssonar. Hinn vinsæli breski glæpasagnahöfundur Val McDermid skrifar formála þessarar útgáfu.
„Frumleg saga … Spennusögurnar þeirra eru ekki bara góð lesning, þær batna með hverjum lestri … Stíllinn er knappur og undirtónninn dökkur.“
The New York Times

„Þau skrifa vægðarlaust og beinskeytt … en missa aldrei sjónar á þörfinni fyrir að skemmta lesendum.“
Úr formála Val McDermid


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga