Tónlist í leikskóla
Bókin Tónlist í leikskóla er ætluð þeim sem kenna í leikskólum, á yngri stigum grunnskóla og öðrum sem starfa með ungum börnum. Hér er á ferðinni grundvallar rit um flest það er snýr að tónmenntanámi yngstu kynslóðarinnar.

Fjallað er um tónlist sem þroskaþátt í leik barna og skipulögðu starfi í söngstundum, tónlistartímum og þemavinnu. Einnig eru margskonar hugmyndir að efni sem nota má jafnt í formlegu starfi sem óformlegu og er því skipt niður í hljóðleiki, sönglög og hlustunarefni.

Þrír geisladiskar fylgja bókinni, tveir með sönglögum þar sem flytjendur eru Marta Guðrún Halldórsdóttir, Örn Magnússon, Margrét Kristjánsdóttir, Karl Roth og fleiri. Þriðji diskurinn er með tónefni í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Sérstakt vefefni er fáanlegt fyrir notendur bókarinnar hér:

Höfundur bókarinnar, Sigríður Pálmadóttir, hefur helgað starf sitt tónlistarnámi barna um langt árabil og hefur verið lektor í tónmennt við Kennaraháskóla Íslands, nú Menntavísindasvið Háskóla Íslands.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga