Morgnar í Jenín. Eftir Susan Abulhawa

Við stofnun Ísraelsríkis 1948 er palestínsk fjölskylda hrakin úr þorpinu þar sem ættin hefur búið öldum saman og í kjölfarið finnur hún sér hæli í flóttamannabúðunum í Jenín. Á leiðinni hverfur eitt barnanna, ungur drengur sem elst upp í gyðingdómi, en bróðir hans fórnar öllu fyrir málstað Palestínumanna. Systirin Amal flyst til Bandaríkjanna en snýr aftur og kynnist ást, missi og hefndarþorsta. Saga fjölskyldunnar er saga palestínsku þjóðarinnar, flóttamanna í sextíu ár – einlæg og mannleg frásögn sem oft hefur verið líkt við Flugdrekahlauparann.

Susan Abulhawa er sjálf barn palestínskra flóttamanna en fluttist til Bandaríkjanna á unglingsárum. Bókin, sem bregður nýju ljósi á deilurnar við botn Miðjarðarhafs, hefur þegar vakið mikla athygli og verið gefin út í fjölmörgum löndum.

Ásdís Guðnadóttir þýddi.


„…sagan yfirfull af djúpum kærleik og ólýsanlegri ást.“
Hugrún Halldórsdóttir / Morgunblaðið

„Um leið og bók Susan Abulhawa er grípandi skáldverk, að hluta til sjálfsævisögulegt, um líf þriggja kynslóða, ástir og missi, þá er hún fyrsta heildstæða sögulega verkið sem kemur út á íslensku um örlög palestínsku þjóðarinnar, um hernámið og landflóttann. Ég mæli eindregið með þessari bók.“
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og  formaður Félagsins Ísland-Palestína

„… þótt fjallað sé um hápólitísk deilumál er hver einasta persóna annað og meira en tákngervingur fyrir þjáningu …Frásögnin bergmálar ljóðrænuna sem er svo áberandi í arabískum nútímabókmenntum.“
The Times


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga