Skotvopnabókin . Eftir Einar Guðmann

Skotvopnabókin – meðferð og eiginleikar skotvopna eftir Einar Guðmann fjallar um eiginleika og meðferð skotvopna með sérstakri áherslu á öryggisatriði. Hér á ferðinni verulega aukin og endurbætt útgáfa bókar sem um árabil hefur verið grunnrit í skotvopnafræðslu hér á landi.

Í inngangi segir höfundur: „Tilgangurinn með skotvopnabókinni er fyrst og fremst sá að taka saman á einn stað þá þekkingu sem eigendur skotvopna þurfa almennt að tileinka sér til þess að meðhöndlun skotvopna og skotfæra sé með öruggum hætti.“

Fjölmargar skýringarmyndir er að finna í bókinni og ennfremur er hún gagnlegt uppsláttar- og fróðleiksrit fyrir alla skotvopnaeigendur.

Einar Guðmann er fæddur á Akureyri árið 1966.

Hann hefur frá árinu 1988 skrifað fjölda greina um heilsu, mataræði, líkamsrækt, dulspeki, fluguveiði og skotveiði fyrir blöð og tímarit. Þá hefur hann þýtt sakamálasögur og kennslubækur um hugbúnað.
Einar var ritstjóri tímaritanna Heilsupósturinn og Heilsa og Sport 1991-1996 og ritstjóri bókarinnar Íslensk skipaskrá með ljósmyndum sem gefin var út 1997. Frá 1999 hefur Einar ritstýrt tímaritinu Fitnessfréttir og vefsetrunum fitness.is og fluguveidi.is.

Árið 2001 gaf Einar út safn margmiðlunardiska með um fimm þúsund loftmyndum af veiðistöðum helstu silungs- og laxveiðiáa landsins.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga