Jarðfræðikort af Suðvesturlandi

Kortið er gefið út af Íslenskum Orkurannsóknum, ÍSOR, og er í mælikvarða 1:100 000. Það  byggir á fjölmörgum jarðfræðikortum í mælikvörðum 1:20 000 – 1:50 000 sem unnin hafa verið fyrir ýmsa verkkaupa ÍSOR og forvera þess, Orkustofnun. Kortin hafa verið einfölduð, endurskoðuð og nýjum upplýsingum bætt við. Elstu jarðlögin á kortinu eru rúmlega 4 milljóna ára gömul og þau yngstu eru hraun frá Reykjaneseldum 1210-1240, en alls eru á því um 160 mismunandi hraun. Á kortinu er auk þess bent á 40 áhugaverða skoðunarstaði og eru nánari lýsingar á þeim að finna á heimasíðu ÍSOR.

Kortinu er dreift af Forlaginu.

ÍSOR hefur um áratuga skeið unnið að jarðfræðikortlagningu víða um land, þar á meðal á Suðvesturlandi. Gerð hafa verið jarðfræðikort í mælikvörðum 1:20.000–1:50.000 fyrir ýmsa aðila, t.d. sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. Kortin eru allt frá því að vera svarthvít, handteiknuð kort í gömlum skýrslum yfir í að vera stafrænt unnin í landupplýsingakerfinu ArcInfo og prentuð í lit. Nú hefur ÍSOR steypt þessum kortum saman í eina heild í mælikvarða 1:100.000 ásamt því að fylla í eyður. Þetta er hentugur mælikvarði fyrir þá sem vilja fá góða yfirlitsmynd af jarðfræði svæðisins. Með þessu móti nýtist þessi mikla vinna og magn af margvíslegum jarðfræðiupplýsingum almenningi, fræðimönnum, skólafólki og ferðamönnum, og verður öllum þeim sem unna íslenskri náttúru til gagns og gamans.


Geological map of Southwest Iceland

The map is in the scale of 1:100 000 and is based on several maps in scales 1:20 000 – 1:50 000 made by ÍSOR and its forerunner, National Energy Authority, for different customers. The maps have been simplified, revised and filled in with new geological mapping.The oldest units on the map are 4 million years old and the youngest are lavas from an eruption on Reykjanes peninsula in the years 1210-1240 A.D. Alltogether there are about 160 different lava flows on the map. 40 selected sites of interest are pointed out with further description on www.geothermal.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga