In the Footsteps of a Storyteller. Eftir Þórbergur Þórðarson, Þorbjörg Arnórsdóttir

Í bókinni In the Footsteps of a Storyteller: A Literary Walk with Þórbergur Þórðarson er lesendum boðið að feta í fótspor stílsnillingsins frá Hala í Suðursveit og kynnast bernskuslóðum Þórbergs Þórðarsonar af eigin raun. Göngubók þessi er á ensku og þýsku, rúmar 60 síður að lengd.

Bókin inniheldur brot úr bók Þórbergs, Í Suðursveit, þar sem hann lýsir náttúrufari og umhverfi æskuslóðanna sem á þeim tíma voru ein afskekktasta byggð á Íslandi. Í bókinni eru aukinheldur litljósmyndir af helstu kennileitum svæðisins. Gengið er frá minnisvarðanum á Hala, í vestur- og austurátt.

Segja má að markmið þessarar bókar sé þríþætt: að varða skemmtilega gönguleið, kynna þar náttúrufar og sögu og gefa erlendum gestum tækifæri til að lesa bráðskemmtilega texta Þórbergs.

Bókin er gefin út með styrk frá Menningarráði Austurlands og Atvinnu- og rannsóknarsjóði Hornafjarðar.

Ritun formála og myndaval annaðist Þorbjörg Arnórsdóttir.

Höfundar: Þórbergur Þórðarson, Þorbjörg Arnórsdóttir


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga