Tími hnyttninnar er liðinn. Eftir Bergur Ebbi Benediksson

Út er komin ljóðabókin Tími hnyttninnar er liðinn eftir Berg Ebba Benediktsson. Í bókinni er að finna erindi til okkar tíma, skilaboð sem eru í senn bjartsýn, ísmeygileg og fjörug – en algjörlega laus við hnyttni.

Ljóðunum er ætlað að faðma í stað þess að slá út af laginu, hugga í stað þess að espa og minna á það sem sameinar frekar en það sem sundrar. Með bókinni fylgir ennfremur upplestur á ljóðunum sem hægt er að hlaða niður ellegar hlusta á á netinu.

Handritið fékk Nýræktarstyrk Bókmenntasjóðs.

Ég er of þreyttur til að ganga um gólf
Of eirðarlaus til að standa kyrr
Í of miklu uppnámi til að sitja
Af sömu ástæðu get ég ekki legið.
Tökum örstutta stund til að melta þetta.

,,Enda sprengiefni í bókinni, efni til að sprengja vanabundnar hugmyndir. Þetta er einkar góð frumraun höfundar, stíllinn er sérstakur og persónulegur, ljóðin fremur í ætt prósa- og frásöguljóða en lýríkur.  Enginn gleðibragur er á ljóðunum eins og vá sé yfir öllu í heimi þeirra, mörg kaldhæðin.  Steinarsbraga-fílingur og þó, Bergs Ebba-fílingur. Bergur Ebbi á heima á skáldaþingi.”
Stefán Snævarr / eyjan.is


Bergur Ebbi Benediksson er ungur Reykvíkingur, ættaður frá Víkingavatni í Kelduhverfi. Tími hnyttninnar er liðinn er fyrsta ljóðabók hans en hann hefur látið til sín taka á öðrum sviðum, m.a. með hljómsveitinni Sprengjuhöllinni og með uppistandshópnum Mið-Íslandi.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga