Birgir Andrésson - Í íslenskum litum. Eftir Þröstur Helgason

Birgir Andrésson (1955-2007) var einn af merkustu listamönnum Íslands samtímans. Áður en hann lést um aldur fram átti Þröstur Helgason við hann mörg viðtöl þar sem hann skráði stórmerkilegar sögur sem Biggi hafði að segja. Hér er ekki um hefðbundna ævisögu að ræða heldur umfjöllun um feril hans sem krydduð er með óborganlegum sögum Bigga af sjálfum sér og samferðamönnum hans.

Þröstur Helgason (f. 1967) er með MA gráðu í íslenskum bókmenntum og var menningarritstjóri Morgunblaðsins í meira en áratug.

170 x 240 mm 184 bls. 35 litmyndir

Birgir Andrésson Í íslenskum litum fær tilnefningu Hagþenkis

1.2.2011
Bók Þrastar Helgasonar, Birgir Andrésson Í íslenskum litum, hefur hlotið tilnefningu til viðurkenningar Hagþenkis 2010. Í umsögn dómnefndar segir um bókina:
"Fjölþætt og persónulegt fræðirit þar sem listamaður birtist okkur í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi í listrænu bókverki."


Umfjöllun um Birgi Andrésson vegna útgáfu á nýrri bók um Birgi eftir Þröst Helgason. Alls þrír fyrirlestrar á þrem mismunandi stöðum: Bókabúð Máls Menningar 8. desember 2010 (tengill: Kristján B. Jónasson, Sal Arion Banka að Borgartúni þann 17. febrúar 2011 (tengill: Klara Stephensen) og svo Listasafn Árnesinga sunnudaginn 27. mars, 2011

Hvarf íslensku þjóðarinnar í verkum Birgis Andréssonar

Höfundur; Linda Björk Gunnarsdóttir 1983
Leiðbeinandi: Æsa Sigurjónsdóttir 1959

Í þessari ritgerð verður fjallað um listamanninn Birgi Andrésson og reynt að sýna fram á hvernig lesa má verk hans út frá kenningum Jean Baudrillard um „hvarfið“. Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður fjallað um uppvaxtarár Birgis, menntun hans og mótun sem listamanns, sem og þróun hugmyndalistar á Íslandi á þeim árum er hann var að hefja listferil sinn. Síðan verður almennri hugmyndafræði hugmyndalistarinnar gerð skil en sú stefna var að ryðja sér til rúms víðsvegar um heiminn og einnig hér á Íslandi á þeim tíma þegar Birgir var að hefja ferilinn og að finna sína nálgun á viðfangsefninu.
Í kjölfarið verður fjallað um hugmyndir heimspekingsins Jean Baudrillard um hvarfið sem hann gerir grein fyrir í riti sínu Why Hasn´t Everything Already Disappeard? . Kenningar Baudrillards verða útskýrðar og í síðasta hluta ritgerðarinnar verða valin verk Birgis skoðuð og sett í samhengi við hvarfkenningar Baudrillards.
Það má segja að verk Birgis fjalli um íslenska fortíð og menningu sem er í þann veginn að hverfa frá okkur. Hugmyndir um íslensku þjóðina og tengsl hennar við náttúruna voru viðfangsefni hans, í alþjóðlegu samhengi. Skilin á milli fortíðar og nútíðar voru í brennidepli, mörg verka hans urðu til vegna minninga frá hans eigin æsku eða vegna áhuga hans á því sem einu sinni var.
Birting 9.5.2012
Sjá hér

Sjá viðtal Snorra Asmundssonar   hér  


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga