Íslensk samtímahönnun. Eftir Elísabet V. Ingvarsdóttir

Húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr
Íslensk hönnun hefur á örfáum árum breyst úr olnbogabarni í óskastjörnu. Á góðu árunum uppgötvuðu Íslendingar að innlend hönnun var af eitt af því sem skóp þeim sérkenni á heimsvísu. Á tímum erfiðleika hleypti hugmyndmyndaauðgi og sköpunarkraftur íslenskra hönnuða kappi í kinnar þjóðarinnar og hjálpaði henni að skynja rætur sínar og gildi. Bókin Íslensk samtímahönnun bregður fyrst bóka upp yfirliti yfir störf íslenskra hönnuða á síðustu árum. Valin eru verk sem gefa sem fjölbreyttasta mynd af starfi íslenskra hönnuða samtímans hvort sem það eru snjóflóðavarnargarðar á Siglufirði eða barinnréttingar í Hong Kong.

Íslensk samtímahönnun er gefin út í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og er unnin í tengslum við farandsýninguna Íslensk hönnun 2009 – Húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr sem fyrst var sett upp á Kjarvalsstöðum í Reykjavík á Listahátíð 2009. Sýningin mun ferðast innanlands sem utan á næstu árum. Sýningarstjóri og höfundar bókarinnar er Elísabet V. Ingvarsdóttir sem um árabil hefur fengist við rannsóknir á sögu og stílþróun íslenskrar hönnunar. Bókin kemur út á ensku í ársbyrjun 2010 og stefnt er að útgáfu hennar á fleiri tungumálum.

205 x 225 mm,128 blaðsíður
Bókarhönnun: Hörður Lárusson – Vinnustofa Atla Hilmarssonar


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga