Klaustrið. Eftir Panos Karnezis

 
Klaustur Vorrar frúar stendur afskekkt á spænskri sléttu, umvafin furuskógi. Íbúarnir hafa sagt skilið við heimsins amstur og helgað líf sitt Guði, einsemd og þögn. Sex nunnur lifa þar vanaföstu og einföldu lífi.  Allt breytist daginn sem ferðataska finnst á tröppum klaustursins.

Á töskuna hafa verið gerð loftgöt af mikilli natni. Fundurinn hefur afdrifaríkari afleiðingar en nokkur hefði getað gert sér í hugarlund. 

Meira að segja í afskekktu klaustri eru konurnar ekki óhultar fyrir áreiti heimsins – eða fortíðinni.

“Örvænting, grimmd, örlæti, hneyksli, grunsemdir og sjálfsvíg, allt í lifandi og leiftrandi stíl.” –Sunday Times

”Klaustrið er kyrrlát, nánast þögul, frásögn en um leið brennheitt, mannlegt drama ... Saga Karnezis er máttug og fumlaus.” –Times


Höfundurinn
Panos Karnezis fæddist í Grikklandi árið 1967. Hann flutti til Englands tuttugu og fimm ára að aldri, lærði þar verkfræði og vann í iðnaði en bætti síðar við sig gráðu í ritlist.

Fyrsta bók hans, Little Infamies (2002), er safn smásagna sem gerast allar í ónefndu þorpi í Grikklandi. Fyrsta skáldsaga hans, The Maze (2004), gerist í Anatólíu árið 1922 og fyrir hana var hann tilnefndur til Whitbread-verðlaunanna. Þriðja skáldsaga Karnezis var The Birthday Party (2007), en þessi bók, Klaustrið, er sú nýjasta og kemur út í Englandi á þessu ári.
Panos Karnezis býr í London.

neon
Sex sinnum á ári koma út í neon-bókaflokknum skáldsögur sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu eða um víða veröld. Bækurnar eru glæsilega þýddar og sendar áskrifendum heim, glóðvolgar úr prentsmiðjunni.

Klúbbur þessi hefur, ekki að ástæðulausu, verið kallaður besti bókaklúbbur í heimi.


Þýðing: Árni Óskarsson
ISBN: 978-9979-657-95-8
Kápa: Flash Gordon


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga