Missir. Eftir Guðbergur Bergsson

Hver leitar hugurinn þegar komið er á leiðarenda og fátt er framundan nema eilífið sjálf? Til liðinnar tíðar … sem geymir misfagrar minnigar.

Ekkert rífur þögnina nema miskunnarlaust suðið í katlinum, hversdagslegur undirleikur við uppgjör einmana manns við tilveru sína, ástina eða ástleysið sem nær yfir mörk lífs og dauða – og ellina, það hlutskipti sem allra bíður þegar líkaminn hrörnar og þrekið þverr.

Guðbergur Bergsson veitir hér ögrandi og óvænta sýn inn í þá hversdagsheima sem allir þekkja en hver og einn fegar á sinn einstaka hátt. Missir er saga sem afhjúpar einstaklinginn gagnvart óhjákvæmilegum örlögum sínum.

„… tvímælalaust eitt af hans áhrifameiri verkum, knappt og meitlað og vekur lesandanna til umhugsunar.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið

„Fáir rithöfundar ná að grípa mig jafn sterkum tökum og þessi meistari stílsins.“
Jenný Anna Baldursdóttir / eyjan.is

„ … mjög fallega skrifað verk … hrífandi … það sem hann ætlar sér – að lýsa einmanaleik og hnignun síðustu áranna sem maðurinn lifir – er gert af virðingu og smekkvísi.”
Páll Baldvin Baldvinsson / Kiljan

„Ofsalega vel skrifuð og góð bók, það er gaman að fá svona bók í hendurnar.”
Egill Helgason / Kiljan

„Þetta er meistaraleg frásögn af því þegar ellin hremmir mann … þetta er fyndið en mjög nöturlegt … Óskaplega fallega skrifuð bók.”
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

„Efnið er um margt áleitið og það er margt gríðarvel gert í þessari bók.“
Sigurður Ólafsson / midjan.is
 

Guðbergur Bergsson fæddist 16. október 1932 í Grindavík.

Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1955, hélt síðan til náms á Spáni og lauk prófi í spænskum fræðum, bókmenntum og listasögu frá La Universidad de Barcelona 1958.

Fyrsta bók Guðbergs, Músin sem læðist, kom út árið 1961. Eftir hann liggur fjöldi skáldsagna, ævisagna- og endurminningabóka, ljóða, þýðinga og barnabóka og hann er óumdeilt einhver áhrifamesti höfundur okkar á síðari hluta 20. aldar — og raunar fram á þennan dag.

Guðbergur hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, m.a. bókmentaverðlaun dagblaðanna 1967, bókmenntaverðlaun DV 1983, Orðu Spánarkonungs(Riddarakross Afreksorðunnar), Íslensku bókmenntaverðlaunin 1992 og 1998 og tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 1993 og 1997.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga