Leyndarmál annarra. Eftir Þórdís Gísladóttir


Þórdís Gísladóttir hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2010, fyrir handrit að ljóðabókinni Leyndarmál annarra.

Ljóðin eru samin fyrir þá sem langar að hnýsast í leyndarmál annarra, gægjast á bakvið gluggatjöld nágrannans, hlera hvað fram fer í skriftastólnum og þiggja um leið gagnleg lífsstílsráð konu sem kann að bregðast við gráma hvunndagslífsins.

Leyndarmál annarra er fyrsta bók höfundar, sem hefur hingað til skrifað flest annað en skáldskap. Leyndarmál annarra er sömuleiðis fyrsta verðlaunabók höfundar.

Þórdís Gísladóttir býr í elsta húsinu í elsta úthverfi Reykjavíkur. Henni finnst gaman að baka lakkrístoppa og koma fólki í gott skap.

"Þórdís Gísladóttur hlaut á dögunum Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir þessa fyrstu ljóðabók sína, Leyndarmál annarra. Þetta er ekki þykk bók, inniheldur einungis 21 ljóð, en þau eru þó alls ekki hljóðlát eða innhverf. Þórdís stígur hér fram sem býsna mótað skáld með áhugaverðan, nokkuð frakkan og persónulegan tón ... (Þórdísi hefur) tekist að finna sinn eigin tón, tón sem er svalur en þó agaður, bóklegur og kæruleysislegur í senn."
Einar Falur, Morgunblaðið október 2010

9789935423191


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga