Petite Anglaise. Eftir Catherine Sanderson

Catherine Sanderson er bresk kona sem flutti til Parísar um tvítugt. Hún byrjaði að blogga í júlí 2004 og varð fljótt þekkt fyrir skemmtilegar frásagnir af Parísarlífi ungrar útivinnandi móður. Hulunni var svipt af Petite Anglaise þegar Catherine var rekin úr starfi vegna bloggsins, fór í mál við vinnuveitendur sína og fékk skaðabætur. Petite Anglaise er sönn lífsreynslusaga Catherine.

Frakkland var draumalandið hennar, París borg ástarinnar … en eftir tíu ár er Catherine orðin venjuleg úthverfahúsmóðir á þönum milli dagmóður og óspennandi skrifstofuvinnu og myndarlegi Frakkinn sem hún varð ástfangin af er vinnusjúklingur sem eyðir frístundunum fyrir framan sjónvarpið. Einn daginn ákveður hún að hrista ögn upp í gráum hversdagsleikanum og fara að blogga undir dulnefninu Petite Anglaise.

Í netheimum kynnist Catherine einhleypum Englendingi og fljótlega verður henni ljóst að hann er maðurinn sem hún hefur alltaf leitað að … Og allir lesendur bloggsins fylgjast spenntir með þegar hún lýsir eldheitu ástarsambandi þeirra af einstakri hreinskilni.

„ … einstaklega sæt ástarsaga … lýsingar lifandi og skemmtilegar.“
Steingerður Steinarsdóttir / Hann/hún

Höfundur: Catherine Sanderson


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga