Ég man þig. Eftir Yrsu Sigurðardóttur

Ný bók eftir Yrsu Sigurðardóttur
 
Spennusaga sem fær hárin til að rísa

Yrsa Sigurðardóttir hefur sent frá sér nýja spennusögu, Ég man þig. Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri í Jökulfjörðum um miðjan vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu. Hún virðist hafa verið hugfangin af syni hans sem hvarf fyrir þremur árum – og fannst aldrei.

Þessir ólíku þræðir fléttast saman í grípandi sögu þar sem rómaðir hæfileikar Yrsu til að kveikja spennu og magna upp dulúð njóta sín til hins ítrasta.

Ég man þig mun án efa bera hróður Yrsu Sigurðardóttur víða um lönd þar sem verk hennar koma nú út við miklar vinsældir. Að undanförnu hafa birst afar lofsamlegir dómar um bækur hennar og er þar skemmst að minnast að virtasta bókmenntatímarit heims, Times Literay Supplemen, sagði að Aska stæðist samanburð við það sem best gerðist í glæpasögum samtímans, hvar sem er í heiminum.

 Útgefandi: Veröld.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga