Greinasafni: Skipulag
Verðlaun fyrir vönduð vinnubrögð

Á dögunum veittu tvö sveitarfélög Íslenskum aðalverktökum verðlaun fyrir góðan frágang lóða og húsa; Mosfellsbær og Kópavogur. Eyjólfur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ÍAV, segir viðurkenningarnar endurspegla metnað Íslenskra aðalverktaka um leið og þær hvetji starfsmenn félagsins til að halda áfram á sömu braut.Mosfellsbær
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitti ÍAV viðurkenningu fyrir snyrtilegan frágang og góðan heildarsvip fjölbýlishúsalóða við Þrastarhöfða í Mosfellsbæ. Alls eru 60 íbúðir í húsunum en framkvæmdir hófust haustið 2004 og lauk í október 2006.
Bílastæði eru malbikuð og stígar og verandir hellulagðar með snjóbræðslu að hluta. Lóðirnar eru þökulagðar og limgerðum plantað við lóðamörk og séreignahluta. Eyjólfur Gunnarsson segir að við hönnunina hafi verið leitast við að ná fram hámarks notagildi húsa og lóða með þarfir íbúanna og fallegt útlit og samræmi í heildarsvip að leiðarljósi. „Viðurkenningin undirstrikar hve vel hefur til tekist,“ segir Eyjólfur.

Kópavogur

Íslenskir aðalverktakar hlutu viðurkenningu umhverfisráðs Kópavogs árið 2007 fyrir frágang húss og lóðar við Ásakór 2 – 4. Byggingarframkvæmdir hófust í september 2005 og lauk þeim í mars 2007. Ásakór 2 – 4 er 18 íbúða lyftuhús á þremur hæðum, auk bílageymslu. Íbúðirnar eru þriggja og fjögurra herbergja; allar með sérinngangi.
Fjölbýlishúsið við Ásakór er falleg bygging sem nýtir vel þá möguleika sem lóðinni fylgir en húsið stendur í hallandi landi og bílageymsla neðanjarðar leysir hluta hæðarmunar á lóðinni. Frá jarðhæð hússins er hæðarmunur leystur með gras- og gróðurbrekkum og þannig mótast skjólgóður hvammur sem snýr við sólu. Á jöðrum lóðarinnar og aðkomusvæði er markvisst unnið með gróður til skjólmyndunnar og til að skapa hlýlegt yfirbragð.
Öll húsin, bæði í Mosfellsbæ og Kópavogi, voru hönnuð af ASK arkitektum en lóðahönnun var í höndum Landslags.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga