Sólríkar íbúðir við sjávarsíðuna

Íslenskir aðalverktakar hafa sett í sölu fyrstu tvö húsin af fjórum sem fyrirtækið byggir við Norðurbakkann í Hafnarfirði. Húsin standa í nýja bryggjuhverfinu og verða íbúðirnar afar vandaðar í alla staði.
Glæsilegar íbuðir við Norðurbakka í Hafnarfirði.

Fullbúnar íbúðir
Húsin verða á fjórum til fimm hæðum með lyftu sem gengur niður í sameiginlegan bílakjallara en einkastæði fylgir hverri íbúð. Að utan verða húsin klædd viðhaldslítilli álklæðningu og að hluta til með harðviði. Gluggar verða álklæddir timburgluggar. Íbúðunum verður skilað fullbúnum með parketi á gólfum en baðherbergi og þvottahúsgólf verða flísalögð.
Eyjólfur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ÍAV, segir staðsetningu húsanna einstaka á höfuðborgarsvæðinu. „Húsin standa við sjávarsíðuna og snúa í suður, að sól, og mikil áhersla var lögð á að hafa íbúðirnar bjartar og rúmgóðar. Til að ná því markmiði ná gluggar niður í gólf og lofthæð er meiri en gengur og gerist. Þá var hugað sérstaklega að hljóðeinangrun og í húsunum verða tvöföld upphituð gólf,“ segir Eyjólfur.


Grand Hótel Mikill hraði og gott skipulag starfsmanna ÍAV einkenndu byggingarframkvæmdir

Til að auka þægindi íbúanna enn frekar verða mynddyrasímar í öllum íbúðum, sem og brunaviðvörunarkerfi og loftskiptakerfi. Snjóbræðslukerfi verður á göngustígum og tvennar svalir með vindskermum með flestum íbúðum. Innréttingar verða spónlagðar og hægt að velja á milli þriggja viðartegunda.
 „Við hönnun lóða var lögð rík áhersla á snyrtilegan frágang og notagildi en á þaki bílakjallara verður sameiginlegur garður með leiksvæði, garðbekkjum og púttvelli,“ segir Eyjólfur.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga