Mikill hraði og skipulagning

Þann 23. september árið 2005 var fyrsta skóflustungan tekin að stækkun Grand Hótels í Reykjavík. Framkvæmdir hófust í kjölfarið og lauk þeim í mars síðastliðnum.

Stækkunin fól í sér byggingu 14 hæða viðbyggingar við hótelið sem samanstendur af kjallara, 12 hæðum, inndreginni 13. hæð og hæð sem skilur húsin í tvær einingar. Byggður var nýr aðalinngangur, gestamóttaka sem tengist yfirbyggðum innigarði, þjónusturými í kjallara og á fyrstu hæð, hótelherbergi á 1. til 13. hæðar og tæknirými á efstu hæð. Í byggingunni eru alls 212 herbergi og segir Eyjólfur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ÍAV, segir að framkvæmdir hafi gengið mjög vel. „Þetta verk gekk hratt og vel fyrir sig en byggingahraðinn samsvaraði því að við hefðum byggt eitt fullbúið einbýlishús á viku. Til að unnt sé að halda uppi svo miklum byggingahraða þarf skipulagið að vera sérlega gott og til að tryggja það hefur ÍAV yfir að ráða mjög hæfum bygginga- og gæðastjórum á vettvangi. Þeir fylgja eftir hverjum einasta verkþætti og leysa jafnharðan öll þau úrlausnarefni sem koma upp á verkstað,“ segir Eyjólfur.
Í árslok 2006 gengu Íslenskir aðalverktakar og 101 Skuggahverfi frá samstarfssamningi um byggingarframkvæmdir við 2. áfanga Skuggahverfis í Reykjavík. Framkvæmdir hófust þá þegar en verklok verða um miðjan október á næsta ári.
Síðastlið voru tóku ÍAV við framkvæmdunum við þrjú fjölbýlishús í Mörkinni sem ætluð eru eldri borgurum. Öll húsin verða fjögurra hæða, auk kjallara, en í hverju húsi verða 26 íbúðir.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga