HBH framkvæmdir

Heildarlausnir á sviði byggingaframkvæmda

HBH framkvæmdir var stofnað 1999 af Hafliða Bárði Harðarsyni og hét í fyrstu HB Harðarson ehf. Nafni fyrirtækisins var breytt í byrjun árs 2007. Fyrstu árin voru um tíu starfsmenn en í dag eru þeir um 80 talsins. Undanfarin ár hefur fyrirtækið einbeitt sér að heildarlausnum byggingarverkefna jafnt innanlands sem utan. Fyrirtækið er til húsa að Skógarhlíð 10, Reykjavík
.


HBH að Skógarhlíð10 hefur yfir að ráða fullkomnum vélum

Aukin fjölbreytni
Theódór segir að í upphafi hafi helstu verkefni fyrirtækisins verið í viðhaldi og breytingum á fasteignum fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. “Við erum ennþá í slíkum verkefnum en fjölbreytni hefur aukist mikið samfara því að fyrirtækið er í örum vexti og í dag erum við með víðtæk verkefni fyrir fyrirtæki og einstaklinga hér á landi sem og erlendis, auk þess sem á undanförnum árum höfum við byggt sjálfir og selt. Seljum við íbúðir í gegnum Eignamiðlunina og Ás fasteignasölu í Hafnarfirði.” 


hHBH sérhæfir sig í heildarlausnumHBHsérhæfir sig í heildarlausnum og hér má sjá glæsilegt eldhús.

 Smíðaverkstæði HBH

 HHHBH


framkvæmdum vinna um 80 manns. Á myndinni má sjá hluta af starfmönnum Heilmikið framundan
Auk þess að byggja og selja hefur sérsvið HBH framkvæmda verið að innrétta fyrirtæki og stofnanir og að sögn Theódórs er heilmikið framundan á þeim vettvangi sem kemur í ljós síðar: “Við leggjum metnað okkar í að skila afburða vöru, veita góða þjónustu og sýna fagmennsku í hvívetna í samskiptum við viðskiptavini okkar og sérhæfum okkur í heildarlausnum á sviði byggingaframkvæmda hvort heldur er fyrir einstaklinga eða fyrirtæki; nýbyggingar, framkvæmdir innanhúss, lóðaframkvæmdir og þjónusta við báta og skip. Við búum yfir afar fullkomnu trésmíðaverkstæði auk þess sem öflugur tækjakostur gerir fyrirtækinu kleyft að takast á við fjölbreytt verkefni fyrir breiðan hóp viðskiptavina.”

 

Hjá HBH


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga