Val um hundruðir viðartegunda

Val um hundruðir viðartegunda í innréttingar
GKS-trésmiðja við Funahöfða 19 á rætur í Gamla kompaníinu og Kristjáni Siggeirssyni en hefur á síðustu árum tekið miklum stakkaskiptum og þróað margt á þeim tíma. Fyrirtækið er nú í liðlega 2.000 fermetra og starfsmenn liðlega 30 talsins sem vinna að hluta til á tveimur vöktum. Auk þess er fyrirtækið með undirverktaka við uppsetningar. Húsnæði og allur tækjakostur hefur verið endurnýjaður og þar eru fullkomnustu tæki sem hægt er að fá í dag við smíði eldhúsinnréttinga, baðinnréttinga, fataskápa og annars tréverks.


Við eina innréttinguna í sýningarsal. Dökki viðurinn í henni er afrískur og nýtur vaxandi vinsælda.

Hundruðir viðartegunda
Hefur með vaxandi velmegun í þjóðfélaginu aukist áhugi fólks á að eiga “öðru vísi” innréttingar en sem almennt þekkist á markaðnum, og að spónninn sé kannski af mjög lítt þekktri viðartegund, t.d. frá Afríku?
“Já, og það er gaman að því. Við getum boðið mjög fjölbreytt úrval viðartegunda, hundruðir tegunda, sem aldrei hafa sést hér á íslenska markaðnum, s.s. ebony frá Afríku sem er ein dekksta náttúrulega viðartegundin sem til er og við getum boðið hér. Það er því ekki mikill vandi fyrir fólk að skapa sér sérstöðu með því að velja úr sjaldgæfum viðartegundum, jafnvel tegundum sem ekki hafa sést hér í innréttingum til þessa. Fólk vill það besta, gerir miklar kröfur og við erum hér til að þjóna því.
Við bjóðum upp á faglega ráðgjöf, útfærum teikningar og förum alltaf á staðinn áður en við smíðum til að mæla og vinna aðra nauðsynlega undirbúningsvinnu. Mjög oft er fólk búið að móta sér hugmyndir um það hvernig það vill hafa hlutina, og þá er það okkar að útfæra það og smíða síðan.

Arnar Aðalgeirsson framkvæmdastjóri


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga