Greinasafni: Skipulag
Framtíðarheimilið

Tæknin notuð til hins ýtrasta

Væntanlegum íbúum í Vatnsendahlíð standa til boða fjölmargir nýir möguleikar hvað varðar fjarskipti, afþreyingu, þægindi og öryggi. Hér að neðan gefur aðeins að líta sýnishorn af því sem koma skal í Kópavogi.
 
• Hægt verður að njóta mynd- og hljóðefnis í nánast öllum herbergjum.

• Sjónvarpssímtöl geta átt sér stað hvar sem er í húsinu.

• Sjálfvirk vatnsstýring og lekavöktun í baðherbergjum – beintengt öryggismiðstöð eða stjórnkerfi íbúðarinnar. Þetta býður t.d. upp á að vinnulúnir geta hringt úr farsíma sínum í stjórnkerfi íbúðarinnar og baðið mun bíða heitt og notalegt þegar þeir koma heim.

• Þvottavélin getur verið beintengd framleiðenda og jafnvel hægt að fjargreina bilanir sem upp koma.

• Hægt verður að stýra gardínum með fjarstýringu en einnig verður hægt að stilla þær þannig að þær haldi ávalt sömu birtu inni eða loki og opni fyrir birtu á tilteknum tíma.

• Ljós verða sömuleiðis fjarstýrð eða fyrirfram stillt, t.d. þannig að þau kvikni þegar gengið er inn í tiltekið rými.


• Ofnastýringar verða nákvæmari en nú þekkist og hægt að halda fyrirfram gefnum hita í hverju rými – hvernig sem viðrar.

• Vöktunarmyndavélar verða víða í íbúðunum og á lóðum.

• Fullkomnir gas-, vatns- og reykskynjarar verða þar sem þörf er á og hægt að tengja þá beint við öryggismiðstöð.

• Flatskjáir verða ekki eingöngu í sjónvarpsherbergjum heldur í mörgum rýmum og hægt að nýta þá bæði til afþreyingar og myndrænna samskipta.

• Boðlagnakerfin ná út fyrir veggi heimilisins, t.d. að heitum pottum sem hægt verður að forstilla eða stýra með fjarstýringu eða snertiskjá innandyra.

• Sími og sjónvarp í sturtunni.

• Eldri borgurum og sjúkum opnast fjölmargir nýir möguleikar svo sem: Fjarheilbrigðisþjónusta þar sem íbúarnir verða í beinu hljóð- og myndsambandi við heimilislækni sinn. Hægt verður að greina innihald blóðs án þess að taka blóð með þar til gerðum búnaði sem festur er á húð. Gert verður ráð fyrir tengingum fyrir ýmis lækningatæki svo sem  blóðþrýstingsmæli, neyðarhnapp og lífsskynjara sem skynjar t.d. hvort farið er fram úr rúmi.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga