Útivist í bland við upplýsinatækni
Ómar Stefánsson 
Formaður bæjarráðs Kópavogs segist vænta 
þess að lóðirnar í Vatnsendahlíð verði mjög eftirsóttar.

Íbúðabyggðin í Vatnsendahlíð í Kópavogi mun rísa á einstaklega góðum stað með tilliti til útivistar og umhverfis. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir að það eitt og sér muni freista margra en að auki muni fólk sækjast eftir búsetu á svæðinu sökum fyrirhugaðra þjónustutilboða. „Íslensk náttúra, fjarskipti og upplýsingatækni renna saman í eitt í Vatnsendahlíðinni og ég trúi því að þessar lóðir verði mjög eftirsóttar,“ segir Ómar og bætir við að örstutt sé í tvær helstu útivistarperlur Kópavogs, Guðmundarlund og Elliðavatn. „Það verður vart betra!“

Lóðirnar í Vatnsendahlíð voru auglýstar til úthlutunar þann 16. september síðastliðinn og síðan hafa fjölmargir sótt um lóðir og enn fleiri spurst fyrir. Úthlutun verður í samræmi við reglur Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarrétti en úthlutunargögn fást afhent á Tæknideild Kópavogs að Fannborg 2 og á vefsíðunni www.kopavogurlodir.is.
 Umsóknum um lóðir á að skila til Tæknideildarinnar fyrir klukkan 14 föstudaginn 5. október.
 „Þar sem hverfið í heild verður strax í upphafi hannað með framtíðarþarfir íbúanna í huga, hvað varðar stafrænar lausnir, þá eru notkunarmöguleikarnir óendanlegir. Íbúar hverfisins munu ekki einungis geta nýtt þá tækni sem í boði er í dag heldur einnig tækni framtíðarinnar. Það er því óhætt að segja um væntanlega íbúa í Vatnsendahlíðinni að þeirra er framtíðin,“ segir Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga