PVC gluggar og hurðir:

Henta íslenskum aðstæðum

Fallegir og vandaðir gluggar og hurðir, setja mikinn svip á byggingar, sama hvort um er að ræða íbúðarhús, fyrirtæki eða sumarbústaði. Lengst af hafa gluggar þurft töluvert viðhald og sama gildir um hurðir en segja má að allt viðhald sé úr sögunni ef PVC-u gluggar og hurðir verða fyrir valinu. PGV í Bæjarhrauni í Hafnarfirði hefur framleitt og selt hvort tveggja undanfarin ár en fyrirtækið hefur nýverið sameinast Glugga- og Glerhöllinni á Akranesi sem framleiðir tvöfalt gler og einnig PVC glugga. Fyrirtækið mun framvegis heita PGV ehf. og framkvæmdastjóri  er Þorsteinn Jóhannesson
.

„Reynslan af gluggum úr PVC-u spannar 35-40 ár hér á Íslandi. Eitt af fyrstu fyrirtækjunum sem hóf framleiðsluna hér var á Dalvík og ég hef séð 35 ára gamla glugga þaðan sem líta enn út sem nýir. Erlendis er komin enn lengri reynsla á þessa framleiðslu og þróunin hefur víðast orðið sú að varla eru framleiddir gluggar úr öðrum efnum.
PVC-u harðplastefni er það gluggaefni sem þolir einna best íslenskar aðstæður, sama hvort um er að ræða sandfok, sjávarseltu eða slagveður. Það helst alltaf sem nýtt og ekki þarf að óttast að málning flagni af gluggunum eins og getur gerst með glugga úr tré og áli, og hurðirnar þrútna ekki í bleytu og vinda sig,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að einangrunargildið sé mikið og hita- og kuldaleiðni lítil. Efnið haldist hlýtt viðkomu í kulda og svalt í hita. Þannig henta PVC-u gluggar jafnt á köldustu svæðum Rússlands sem á heitustu stöðum Spánar. Gluggar úr PVC-u eru líka mikið notaðir í löndum eins og Færeyjum þar sem mikið rignir og sjávarseltan er erfið viðureignar. Rannsókna- stofnun Byggingariðnaðarins hefur prófað og samþykkt gluggana frá PGV ehf. og tíu ára ábyrgð fylgir efninu.

Áralöng reynsla tveggja fyrirtækja
PGV, sem stofnað var árið 2002, er ekki aðeins langstærsti framleiðandi viðhaldsfrírra glugga og hurða úr pvc-u hér á landi heldur sérhæfir það sig einnig í smíði sólstofa og svalalokana úr sama efni. Tækni og fagmennska við framleiðsluna tryggir að þessar vörur standast hæstu gæðakröfur og haldast sem nýjar um ókomna tíð. Því er ekki að undra að söluaukning PGV hefur á hverju ári verið frá 50 upp í 100%  allt frá því fyrirtækið var stofnað.
  

Við sameiningu PGV og Glugga- og glerhallarinnar er fyrirhugað að flytja framleiðsludeild PGV upp á Akranes þar sem starfsemi beggja fyrirtækjanna verður undir sama þaki. Hins vegar verður söluskrifstofa áfram í Bæjarhrauni í Hafnarfirði sem og reyndar líka á Akranesi. Eftir sameininguna mun 21 starfsmaður vinna hjá fyrirtækinu en starfsmönnum fer fjölgandi.
Glugga- og glerhöllin er rótgróið fyrirtæki í glerframleiðslu, enda stofnað árið 1946 og hét þá Glerslípun Akraness en breytti um nafn árið 2000. Mikil aukning hefur verið í sölu fyrirtækisins undanfarin
ár og þá sérstaklega eftir að það hóf fyrir 2-3 árum framleiðslu á pvc gluggum. Fram að þeim tíma hafði aðeins verið framleitt gler hjá Glugga- og glerhöllinni.

Fallegir horngluggar úr PVC.

 Útihurð úr PVC sem ekki þarf að óttast að þrútni í bleytu eða vindi sig með árunum. Vaxandi sala og hagræðing
Sameining fyrirtækjanna býður upp á aukin og ný tækifæri í sölu á tvöföldu gleri og ætlunin er að tvöfalda sölu þess strax á næsta ári. „Ég geri einnig ráð fyrir áframhaldandi aukningu á sölu á gluggum, hurðum, garðskálum og svalalokunum, enda göngum við út frá því að sameinuð verði fyrirtækin leiðandi í framleiðslu og sölu á þeim vörum sem þau hafa boðið hvort í sínu lagi fram að þessu og um leið öðrum tengdum vörum í byggingariðnaði. Mikil hagræðing verður í rekstri fyrirtækjanna í kjölfar sameiningarinnar. Mun hún skila sér í betra verði til viðskiptavina og ekki síður í enn betri þjónustu þar sem menn þurfa nú aðeins að fara á einn stað til þess að kaupa glugga, hurðir, sólstofur, svalalokanir og gler. Ekki má heldur gleyma því, að vörurnar sem við bjóðum henta ekki aðeins í nýbyggingar heldur og ekki síður þegar kemur að viðhaldi eldri húsa. Pvc gluggar og hurðir eru að auki frábær lausn í tengslum við viðhald eða nýsmíði sumarbústaða sem fjölgar nú óðfluga um allt landi. Einmitt í sumarbústaðnum vill fólk gjarnan losna við að þurfa að eyða sólskinsstundunum í að skrapa málningu af gluggum og mála þá að nýju,“ segir Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri PGV ehf.

Sólstofa frá PGV. Það hlýtur að vera unun að láta fara vel um sig í svona fallegu umhverfi.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga