Hanza Hópurinn


Hanza Hópurinn byggir 335 íbúðir í suðurhlíð Arnarneshæðarinnar

Um mitt ár 2005 keypti Hanza Hópurinn fjölbýlishúsverkefnið á Arnarneshæð í Garðabæ sem einnig býður uppá val rað- og keðjuhúsa. Um er að ræða eitt stærsta byggingarverkefni íbúða á einni hendi hér á landi. Samtals eru þetta 335 íbúðir. Byggingarframkvæmdir hófust í lok 2004 og er annar áfangi af þremur langt komin og byggingarframkvæmdir vel á veg komnar með u.þ.b. 200 íbúðir. Áætlað er að hverfinu verði lokið 2009
.
Heildarumfang verksins er á bilinu 12-13 milljarðar króna. Sigrún Þorgrímsdóttir er framkvæmdastjóri Hanza Hópsins og hún segir að skipulagið sjálft sé frá 1994 og hafi verið farið í talsverðar deiluskipulags breytingar meðal annars að auka bílageymslur undir húsunum.

Jafnvægi í samsetningu byggðar
„Það sem m.a. einkennir þetta hverfi er jafnvægi í samsetningu byggðar. Öll er byggðin lágreist, hæst 3ja hæða og skiptist í minni fjölbýli, sambýli þ.e. fjórbýli, rað og keðjuhús og einbýlishús. Þarna er því örugglega kominn vænlegur kostur fyrir fólk á öllum aldri hvort sem um er að ræða einstaklinga, fjölskyldufólk eða “heldri” borgara.“ 
Íbúðirnar eru 2-5 herbergja sem skilast fullbúnar án gólfefna. Húsin eru annarsvegar lyftuhús með bílgeymslum eða lítil 6-12 íbúða hús á 2-3 hæðum með rúmgóðum geymslum, stórum suður eða vestursvölum og skemmtilegum suðvestur görðum. Þá eru að rísa þarna rúmgóð raðhús á 2-3 hæðum. Húsin eru ýmist seld tilbúin til innréttinga eða fullbúin og eiga það sammerkt að í hönnun þeirra er lögð áhersla á að vel fari um fjölskylduna og þau uppfylli þær rýmiskröfur sem nútímafólk gerir. Má þar t.d. nefna að alls staðar eru minnst tvö baðherbergi, fataherbergi við hjónaherbergi og öll svefnherbergi rúmgóð. Að minnsta kosti eru tvennar svalir/verandir  á húsunum og allstaðar innangengt í bílskúr.
 
Miðsvæðis á Stór Reykjavíkursvæðinu
Kostirnir við byggðina í Arnarneshæðinni eru miklir að sögn Sigrúnar: „Fyrir það fyrsta er byggðin í hlíð sem snýr í suður og í töluverðum slakka. Staðsetning hverfisins í suðurhlíð gerir það einnig eftirsóknarvert með tilliti til skjóls og birtu þannig og útsýnis má njóta nánast í hvaða íbúð sem er og sem dæmi má nefna að sjávarútsýni er af jarðhæð í mörgum íbúðum. Þá er byggðin miðsvæðis á Stór Reykjavíkursvæðinu með góðar tengingar í allar áttir en farið er að skipta miklu máli síðustu misseri að tenging íbúðasvæðis við atvinnusvæði sé góð. Einnig er stutt í alla þjónustu og dægradvöl s.s. Smáralind, Garðatorg eða Mjódd og örstutt bílferð í miðbæ Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar. Þá er gott rými á milli húsa en ekki þétt byggð sem stundum hefur einkennt nýbyggingarsvæði til þessa.“

Skólar og þjónustukjarni 
Í hverfinu á Arnarneshæð eru eða er gert ráð fyrir skólum á öllum skólastigum með leikskóla við Ljósakur, Hofstaðaskóla og Fjölbrautaskólann sem og íþróttahús í kvosinni austast í hverfinu. Gert er ráð fyrir litlum þjónustukjarna efst í hverfinu, grænum svæðum hér og hvar og skemmtilegir göngustígir þegar komnir en góðar gönguleiðir liggja um hverfið að útivistsvæði við lækinn neðst í hverfinu og undir Hafnarfjarðarveginn til sjávar eða austur inneftir byggð.
Húsin sem byggð eru af Byggingarfélaginu Kambi eru vönduð að allri gerð byggð úr forsteyptum einingum og staðsteypt að hluta með einangrun að utan og fullklædd álkápu með álklæddum gluggum og álsvalarhurðum sem lágmarkar ytra viðhald húsanna á næstu árum.
Á staðnum er fullinnréttuð íbúð sem Harðviðarval og verslunin Egg hafa staðið að og er hún  til sýnis í samráði við fasteignasöluna Húsakaup sem annast sölu á öllum íbúðum Hanza hópsins í hverfinu. Húsakaup er einnig með söluskrifstofu í hverfinu til að taka á móti áhugasömum gestum og er opið þar alla virka daga frá 14-17.

Sigrún Þorgrímsdóttir,

Hanza hópurinn
Hanza Hópurinn ehf, áður Tjarnarbyggð ehf, var keypt af núverandi eigendum í nóvemberlok 2004 með það að markmiði að ljúka byggingu við fjögurra hæða lyftuhúsa á “Rafha-reitnum” í Hafnarfirði  n.t.t. að Lækjargötu 26-32. Síðan þá hefur félagið vaxið jafnt og þétt og er með mörg verkefni í gangi auk byggðarinnar í Arnarneshæð, bæði sér og í samvinnu við fleiri aðila. Má þar nefna  fyrirhugaða nýbyggingu á “Kaupfélags”reitnum við Strandgötu í Hafnarfirði, endurbyggingu DV-hússins við Þverholt, landþróunnarverkefni við Kársnesið í Kópavogi auk fleiri smærri verkefna.
Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga