Traust fyrirtæki til allra verka

Traust fyrirtæki til allra verka

JB Byggingafélag ehf. í Kópavogi er traust og öflugt byggingafélag sem byggir á liðlega tveggja áratuga reynslu og þekkingu. Megin áhersla félagsins er bygging og sala á vönduðu íbúðar- verslunar og þjónustuhúsnæði, auk annarrar mann-virkjagerðar.
 


JB Byggingafélag var stofnað árið 1984 og hét þá Járnbending en fyrstu árin  tarfaði félagið eingöngu við járnalagnir fyrir mörg stærstu byggingafyrirtæki landsins. Árið 1989 var fyrirtækinu breytt í hlutafélag og fyrstu skrefin stigin í  tt að  byggingamarkaðinum. Til að undirstrika nýtt hlutverk var nafni félagsins  reytt í JB Byggingarfélag árið 2002 og á undanförnum árum hefur félagið byggt á áttunda hundrað íbúða, auk tugþúsunda fermetra í atvinnuhúsnæði.
Bjarni Már Bjarnason, framkvæmdastjóri JB Byggingarfélags, segir félagið vel í stakk búið til að takast á hendur krefjandi og ögrandi verkefni. „Við lítum svo á að ekkert byggingarverkefni sé okkur ofviða en eitt stærsta verkefnið sem félagið hefur tekið þátt í til þessa er bygging og rekstur stærstu íþróttamiðstöðvar landsins, Egilshallar í Grafarvogi, sem tekin var í notkun árið 2004,“ segir Bjarni
Hjá JB Byggingafélagi starfa að jafnaði hátt í 200 manns og nýlegur og góður tækjakostur gerir félaginu kleyft að takast á við öll þau verkefni sem því er falið. „JB hefur vaxið jafnt og þétt og með auknum umsvifum hefur starfsmönnum farið fjölgandi. Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá til liðs við okkur mjög hæft starfsfólk, sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu, og fyrir vikið höfum við náð að uppfylla þarfir viðskiptavinanna og skila af okkur vönduðum byggingum,“ segir Bjarni.

Einstakt hverfi á Íslandi
JB Byggingafélag er að byggja þyrpingu sjö þriggja hæða húsa við Grandahvarf 1 - 8; við bakka Elliðavatns í Kópavogi. Samtals er um að ræða 42 íbúðir en í hverju húsi eru sex íbúðir og tveir innbyggðir bílskúrar. Íbúðirnar eru 3ja og 4ra herbergja, mjög vandaðar að allri gerð og með glæsilegu útsýni yfir Elliðavatn og fjallahringinn. Bjarni Már Bjarnason, framkvæmdastjóri JB Byggingafélags, segir hverfið ekki eiga sér hliðstæðu á Íslandi „Það sem er einstakt við þetta hverfi er að öll umferð að og frá hverfinu er vöktuð allan sólarhringinn, alla daga ársins, af starfsmönnum Öryggismiðstöðvarinnar. Slíkt þekkist víða erlendis en hefur ekki verið gert á Íslandi fyrr. Náttúrufegurð hverfisins og næsta nágrennis er einnig einstök og húsin standa í halla sem snýr á móti suðri og er svæðið því mjög sólríkt og skjólsælt. Við húsin er sameiginlegt leik- og útivistarsvæði sem byggt er í rómverskum stíl og setur mjög skemmtilegan svip á hverfið. Sérinngangur er í allar íbúðir og sameign í lágmarki,“ segir Bjarni.


Bjarni Már Bjarnason, framkvæmdastjóri JB Byggingafélags, 

segir félagið hafa mjög hæft starfsfólk og það sé grunnurinn 
að góðu gengi JB Byggingarfélags.

Leiksvið að hætti Rómverja
Útivistar- og leiksvæðið er heillandi og vekur verðskuldaða athygli en það verður girt af með trjám. „Þarna verður leiksvið í rómverskum stíl með bogastúkum í kring en tilgangurinn með því er tvíþættur: Annars vegar að rúma uppákomur íbúanna af ýmsu tagi, svo sem grillveislur, skemmtiatriði og hverfahátíð, og í annan stað er svæðið hugsað sem leik- og útivistarsvæði barnanna og foreldranna í hverfinu og gesta þeirra. Stúkan snýr í suður, í átt að sólu, og því verður þarna mjög skjólsælt og svæðið í heild skemmtilegur vettvangur fyrir ýmiskonar uppákomur,“ segir Bjarni.

Veðursæld og náttúrufegurð
Við hönnun húsa, íbúða og lóðar var lögð mikil áhersla á að skapa sterka heildarmynd og hátt notagildi þar sem hús, gróður, leik- og útivistarsvæði falla á smekklegan hátt saman. Veðurfarslega séð verður þetta hverfi draumi líkast. „Landhallinn er á móti suðri og því má búast við að Grandahvarf verði við vissar aðstæður alger veðurpardís,“ segir Bjarni.
Elliðavatn er ein af helstu náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins og í næsta nágrenni við vatnið eru göngu- og reiðleiðir með tengingu við Heiðmörk og Elliðaárdalinn.
„Það hljóta að teljast mikil forréttindi íbúa Grandahvarfs að geta stundað stangveiði í fallegu og náttúrulegu umhverfi svo gott sem við heimilsdyrnar,“ segir Bjarni.

Elliðavatn er gjöfult og í því flestar þær tegundir villtra ferskvatnsfiska sem finnast á Íslandi svo sem bleikja, lax, urriði, áll og hornsíli. Fuglalíf við Elliðavatn er einnig afar fjölskrúðugt og eru skráðar um þrjátíu tegundir votlendisfugla við vatnið, þar af níu sjaldgæfar tegundir.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga