Leiksvið að hætti Rómverja

Útivistarsvæðið
Leiksvæði íbúanna er byggt í rómverskum stíl 
og setur skemmtilegan svip á umhverfið.

Útivistar- og leiksvæðið er heillandi og vekur verðskuldaða athygli en það verður girt af með trjám. „Þarna verður leiksvið í rómverskum stíl með bogastúkum í kring en tilgangurinn með því er tvíþættur: Annars vegar að rúma uppákomur íbúanna af ýmsu tagi, svo sem grillveislur, skemmtiatriði og hverfahátíð, og í annan stað er svæðið hugsað sem leik- og útivistarsvæði barnanna og foreldranna í hverfinu og gesta þeirra. Stúkan snýr í suður, í átt að sólu, og því verður þarna mjög skjólsælt og svæðið í heild skemmtilegur vettvangur fyrir ýmiskonar uppákomur,“ segir Bjarni.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga