Vandaðar íbúðir
Mikil vinna var lögð í hönnun íbúðanna við Grandahvarf og þess gætt sérstaklega að íbúarnir gætu notið óviðjafnanlegs útsýnis yfir Elliðavatn og næsta nágrenni. Gunnar Óskarsson arkitekt var fenginn til að hanna hvert hús fyrir sig en hann átti einnig stóran þátt í að móta heildarsvip hverfisins. 

Umhverfið er fallegt og
stórar gluggahliðar snúa í útsýnisáttir.


Bjarni er mjög ánægður með hvernig Gunnari og öðrum þeim er komu að hönnun hverfisins tókst að leysa þau úrlausnarefni sem þeim voru fengin í hendur. „Hugmyndin var að byggja lágreista byggð með sér íbúðum og sér inngöngum þannig að hvert hús hafi tiltekna sýn yfir umhverfið um leið og öllum húsunum sjö yrði raðað í landslagið með það fyrir augum að hámarka útsýni. Þetta tókst með sóma og stórar gluggahliðar snúa í útsýnisáttir.,“ segir Bjarni.
Íbúðirnar eru afar vandaðar og innréttaðar á glæsilegan hátt en lögð var áhersla á að nota viðhaldslítil eða viðhaldsfrí efni. Innréttingar eru frá danska fyrirtækinu HTH og valdar í samvinnu við hönnunardeild Bræðranna Ormsson en HTH er stærsti framleiðandi innréttinga á Norðurlöndum.
Raftækin í íbúðunum eru framleidd af AEG og stendur íbúðaeigendum til boða að velja úr fjölbreyttu úrvali innréttinga og raftækja í samvinnu við Bræðurna Ormsson.

Fagmennska og metnaður
Bjarni segir JB Byggingafélag leggja höfuð áherslu á vönduð vinnubrögð; allt frá hönnun húsa og umhverfis til afhendingar eigna. „Við gerum okkur grein fyrir að fólk er að treysta okkur fyrir aleigunni og skuldbinda sig áratugi fram í tímann við kaup á húsnæði. Þegar valin er íbúð skiptir því mjög miklu máli hver byggði. JB Byggingafélag hefur á rúmum 20 árum byggt upp gott orðspor og af því erum við afar stolt. Þjónusta og góð vinna eru einkunarorð JB Byggingarfélags og því vil ég segja þetta við þá sem eru að velta fyrir sér fasteignakaupum: Hugið að reynslu, þekkingu og orðspori þeirra sem sjá um byggingarframkvæmdir áður en þið verjið aleigunni í kaup á fasteign,“ segir Bjarni Már Bjarnason, framkvæmdastjóri JB Byggingarfélags.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga