Öryggi íbúanna
Íbúar Grandahvarfs verða í öruggum höndum Öryggismiðstöðvarinnar sem hefur umsjón með öryggisgæslu og almennri hús- og garðumhirðu í hverfinu. 

Hverfið í heild verður vaktað allan sólarhringinn, alla daga ársins, af starfsmönnum Öryggismiðstöðvarinnar.

„Tilgangurinn er að líf íbúa Grandahvarfs verði eins öruggt og þægilegt og unnt er,“ segir Bjarni.
Innifalið í íbúðarverði er öryggiskerfi sem tengt er stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar. Reykskynjari fylgir, sem og slökkvitæki og tveir skynjarar til viðbótar að vali kaupenda, en jafnframt geta íbúðareigendur bætt við skynjurum til að auka öryggi sitt enn frekar. Öryggisverðir munu fara reglulega um svæðið og við innkeyrslu inn í hverfið verður sett upp öryggismyndavél sem tengd verður stjórnstöðinni. Íbúar Grandahvarfs hafa einnig greiðan aðgang að þjónustu Öryggismiðstöðvarinnar og verður símaþjónusta fyrirtækisins opin allan sólarhringinn.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga