Fjölskyldan í fyrirrúmi
Grandahvarf Eitt húsanna sjö sem JB Byggingarfélag er að reisa við Grandahvarf í Kópavogi.

Í næsta nágrenni við Grandahvarf er Vatnsendaskóli en hann hóf starfsemi skólaárið 2005 - 2006. Fyrsti áfangi skólans var tekinn í notkun við upphaf skólastarfs haustið 2005 en gert er ráð fyrir að nemendur verði um 500 talsins þegar húsnæðið verður fullklárað og skólinn þá heildstæður grunnskóli fyrir nemendur 1.- 10. bekkjar. Í Vatnsendaskóla er lögð rík áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og er námið einstaklingsmiðað. Áhersla er lögð á umhverfis-, rannsóknar- og vettvangsnám. Gildi skólanámskrár byggist á virðingu, vináttu, samvinnu og skapandi skólastarfi. Sérstök áhersla er lögð á náttúrufræði og raungreinar og útikennsla er ríkur þáttur þar sem skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn.
Haustið 2005 tók til starfa leikskólinn Hvarf sem rekinn er af ÓB-Ráðgjöf samkvæmt þjónustusamningi við Kópavogsbæ. Í leikskólanum Hvarfi er samhentur hópur starfsfólks sem leitast við að hlúa sem best að hverjum einstaklingi fyrir sig. Þá er lögð mikil áhersla á gott samstarf við foreldra til þess að nálgunin við börnin sé sú sama á heimili barnanna og í leikskólanum. Meginmarkmiðið með þeirri stefnu er að draga úr álagi á börnum, foreldrum og starfsfólki. Staðsetning Hvarfs er vel til þess fallin að stunda útivist í náinni tengingu við náttúruna en Elliðavatn, Heiðmörk og Elliðaárdalur eru skammt undan í allri sinni dýrð. Mikið er lagt upp úr hreyfingu og útivist sem og hollu mataræði, bæði hjá starfsfólki og börnum Hvarfs.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga