Borg Steypistöð

Fjölbýlishús á Selfossi byggt úr  forsteyptum húseiningum frá Borg – Veggir, stigar, golfplötur, súlur og svalira

Forsteypt einingarhús:
Hagkvæmari byggingarmáti.

BORG ehf. er ungt en öflugt félag sem rekur einingaverksmiðju og steypustöð í Kópavogi og einingaverksmiðju á Akureyri. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 100 manns við framleiðslu, sölu og dreifingu forsteyptra húseininga og steinsteypu en starfsemin fer stöðugt vaxandi.
Á undanförnum árum hefur notkun forsteyptra eininga við húsbyggingar aukist verulega hér á landi en talið er að fast að 30 prósent steinsteyptra húsa á Íslandi séu nú byggð með þessum hætti. Hlutfallið er þó víðast hvar mun hærra erlendis og til að mynda er algengt að hlutur forsteyptra einingarhúsa sé 65 til 70 prósent víða í Evrópu. Fáir standa þó Finnum framar hvað þetta varðar en þar eru níu af hverjum tíu steinsteyptum húsum byggð úr forsteyptum einingum. Afar líklegt verður að teljast að hlutur forsteyptra einingarhúsa haldi áfram að vaxa á Íslandi. Samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands rignir eða snjóar um 230 daga á ári á höfuðborgarsvæðinu og þá fylgja því ótvíræðir kostir að geta annast framkvæmdir við kjöraðstæður innandyra. Í mörgum tilfellum eru hús byggð bæði úr forsteyptum einingum og staðsteypu og kostir hvors byggingarmáta þá nýttir til hins ýtrasta.

 
 


Páll Borgar Guðjónsson

Lægri kostnaður - Meiri byggingarhraði

Páll Borgar Guðjónsson er framkvæmdastjóri Borgar og hann segir að lækka megi heildarkostnað við byggingarframkvæmdir með notkun forsteyptra eininga. „Sparnaðurinn felst meðal annars í kostnaði við mótauppslátt, aðbúnað starfsmanna, minni þörf fyrir verkpalla og byggingarkrana á byggingastað, einfaldari stjórnun á byggingarstað og minni úrgangi. Að auki leiðir notkun forsteyptra eininga alla jafnan til betri nýtingar á hráefnum svo sem steypu, timburs, járns og annarra byggingarefna,“ segir Páll.
Forsteyptar einingar má reisa í allt að 20 stiga frosti sem er mikill kostur á Íslandi. Auk þess henta forsteyptar einingar vel þar sem verið er að byggja á þröngum svæðum eða fjölförnum, eins og t.d. við Laugaveginn, þar sem lokun gatna varir mun skemur þegar unnið er með forsteyptar einingar.
Þegar notaðar eru forsteyptar einingar er ýmist gert ráð fyrir glugga- og hurðaopum í vinnsluferlinu eða glugga- og hurðarammarnir eru innsteyptir í upphafi og þá á einungis eftir að glerja og setja í hurðir. Öll rafmagnsrör og dósir eru komnar í veggi og í loftaplötur. Forsteyptar einingar eru almennt tilbúnar að innan til spörtlunar og eftirlitsmaður fylgir hverri framleiðslueiningu eftir frá byrjun til frágangs á steypu.
Steypuhörðnun við kjöraðstæður
Kostir  verksmiðjuframleiddra bygginga felast ekki síst í því að einangrunin er innbyggð í útveggi og endanleg veðurkápa er komin á útveggi þegar um tvöfalda samlokuveggi er að ræða. Einfaldir út- og innveggir eru tilbúnir fyrir sandspörtlun og raflagnir og dósir settar í veggi og loft í verksmiðjunni. Forsteyptar loftaplötur koma í stað hefðbundins loftauppsláttar. „Einnig má nefna að steypuhörðnun á sér ávalt stað við sömu kjöraðstæður innanhúss. Byggingarvinna í einingarverksmiðju er innivinna og því laus við kenjar hins íslenska veðurfars. Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins hefur gefið út umsögn um einingarframleiðsluna og er unnið samkvæmt ÍST EN 13369:2004 staðli,“ segir Páll.

Stuttur byggingartími – styttri fjárbinding
Þegar verkfræði- og rafmagnsteikningar eru tilbúnar hefst hin eiginlega framleiðsla. Sökklar eru steyptir, þeim komið fyrir og gengið frá lögnum og fyllingu í grunn. „Sem dæmi má nefna að einbýlishús eru steypt á um viku tíma og síðan reist á innan við viku. Á einum til tveimur mánuðum getur húsbyggjandi komið húsi í fokhelt ástand og sparað þannig verulegar fjárhæðir sem ella færu í fjármagnskostnað,“ segir Páll.

Forsteyptar einingar þýða sveigjanleika í húsbyggingum
Forsteyptar einingar hafa mikla aðlögunareiginleika og er nánast hægt að steypa hvaða hús sem er úr einingum. Af þeim sökum er almennt ekki gengið frá teikningum sem um einingarhús er að ræða heldur er byggingarmátinn val eiganda.  „Allar lausnir eru til staðar í einingaframleiðslu og við getum lagað framleiðlsuna að hvaða teikningu sem er. Tónlistarhús, skólar, listasöfn og ráðhús eru meðal húsa víða um heim sem hafa verið byggð úr forsteyptum einingum,“ segir Páll.

Lægri viðhalds- og rekstrarkostnaður
Í forsteyptum einingarhúsum er einangrunin að utan og á veðurkápu er viðhaldsfrír salli. „Þetta þýðir lægri rekstrarkostnað þegar um er að ræða forsteypt einingahús þar sem einangrun að utan lækkar kyndingarkostnað. Kostir þess að byggja hús úr forsteyptum einingum eru því fjölmargir og leiða flestir að sama grunni – Forsteypt einingarhús eru ódýrari án þess að gæðum sé fórnað,“ segir Páll.

Allt á einum stað
Einingaframleiðslan hjá Borg er fjölþætt og þar er hægt að steypa allar tegundir af húsum og húseiningum -  Sökkla, útveggi, innveggi, loftplötur, stiga, súlur, bita, svalir, arinstrompa, einbýlishús, fjölbýlishús, sumarhús, iðnaðarhús, gripahús, tanka og verslunarhús. Einingaverksmiðjan BORG veitir á einum stað heildarþjónustu við húsbyggjendur – allt frá hönnun að fullbyggðu húsi.

Borg á Akureyri
Í nóvember í fyrra voru fyrstu einingarnar framleiddar í einingarverksmiðju Borgar á á Akureyri. Um var að ræða?einingar í níu íbúða hús við Ástún sem er nýtt hverfi?á Akureyri. Framleiðslan í verksmiðjunn hefur gengið afar vel allt frá fyrsta degi og er verkefnastaðan góð.

Einingaverksmiðja:Starfsmenn Borgar vinna hörðum höndum við framleiðsluna.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga