Hröð afhending og uppsetning íbúða


Sýnishorn innréttinga hjá SJ-innréttingum.

SJ-innréttingar við Njarðarbraut 3g í Reykjanesbæ býður viðskiptavinunum eldhúsinnréttingar og bað- og fataskápa frá Danmörku og Finnlandi. Fyrirtækið var fyrst í 180 fermetrum við Njarðarbrautina en er nú í 560 fermetrum, og má ekki minna vera. Fyrirtækið er ávallt með mikið af innréttingum á lager og starfsmenn þess sjá um uppsetningar á nýjum innréttingum og niðurrif á þeim gömlu.

SJ-uppsetningarþjónustan hefur starfað óslitið við uppsetningar og hönnun innréttinga síðan 1980. Allt skrokkaefnið kemur frá Danmörku þar sem það er framleitt fyrir SJ-innréttingar en spónlagt efni kemur bæði frá Danmörku og Ítalíu. Hurðirnar sem koma frá Ítalíu eru lageraðar í Danmörku þannig að afgreiðslufrestur er skammur.Birgir við vél í vinnslusalnum þar sem innréttingarnar eru settar saman. Vélin er nauðsynleg við allar breytingar á t.d. skápum og hurðum, og raunar er mjög erfitt að komast af án hennar.

“Við segjum að afhending taki ekki nema þrjár vikur og síðan erum við með uppsetningamenn á okkar vegum, undirverktaka, sem setja upp innréttingarnar. Verkefnin eru alveg gríðarlega mikil í dag, það er svo mikið byggt á Íslandi og staðsetning fyrirtækisins er mjög góð hér vegna þess að það er verið að byggja mjög mikið hér suður frá líkt og víða annars staðar á landinu, bæði í Reykjanesbæ og einnig í nokkuð í nágrannasveitarfélögunum hér á Suðurnesjum.

En við þurfum auðvitað að fylgjast mjög vel með og gera tilboð í stærri sem minni verk. Heimasíða fyrirtækisins, www.sjinnrettingar.is er einnig orðin mjög sterkur miðill og fólk fer í vaxandi mæli inn á hana til að kanna hvað við erum að bjóða. Við erum í vaxandi mæli að selja innréttingar út á land, t.d. bæði á Austurland og Vestfirði, og þau viðskipti fara mikið gegnum heimasíðuna,” segir Birgir Sigdórsson.

 


Birgir Sigdórsson framkvæmdastjóri og Fanney Grétarsdóttir skrifstofustjóri.
Birgir heldur á viðurkenningu sem fyrirtækið fékk á nýliðinni Ljósanótt í
Reykjanesbæ sem fjölskylduvænsta fyrirtækið í Reykjanesbæ árið 2007.

Leyst úr sérkennilegum beiðnum

Birgir segir að farið sé á staðinn þegar fólk er orðið ákveðið í að snúa sér til SJ-innréttinga til að leiðbeina og ráðleggja, hvaða viður hentar og gerum síðan tillögu að innréttingunum og skipuleggjum t.d. eldhúsið fyrir viðkomandi og skápana. Við erum með 30 ára reynslu sem er góður grunnur.

Birgir segir að stundum komi sérkennilegar beiðnir, t.d. um fáséða og vandfundna viðartegund en það er einnig leyst enda sé fyrirtækið með mjög breiða línu í viðartegundum. Fyrirtækið sé í samstarfi við annað fyrirtæki hérlendis sem framleiðir innréttingar og skápa sem getur þá spónlagt með þessari sjaldséðu viðartegund. Öll mál sé hægt að leysa.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga