Nesvellir - nýr lífsstíll

Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Nesvalla í sýningaríbúð

við Stapavelli. Íbúðirnar eru m.a. útbúnar rennihurðum og án þröskulda sem gerir fólki sem þarf að nota hjólastóla auðvelda alla umgengni. Þessi íbúð við Stapavelli er 125 fermetrar að stærð með bílastæði og bílageymslu. Einnig verða í boði 94 fermetra raðhús.

Nesvellir eru íbúðahverfi, þjónustu- og félagsmiðstöð sem hafin er bygging á í Reykjanesbæ. Þar er um að ræða öruggan og þægilegan íbúðakost fyrir eldri einstaklinga og hjón sem vilja minnka við sig fasteign og hafa auk þess aðgang að þjónstustu og félags- og tómstundastarfi í þjónustumiðstöð á svæðinu. Íbúðirnar eru sérhannaðar með háu gæðastigi en í fyrsta áfanga verða reist 19 raðhús og 59 öryggisíbúðir. Allar íbúðir verða fullfrágengnar við afhendingu og íbúar þurfa ekki að sjá um viðhald utanhúss.

Íbúða- og þjónustusvæði Nesvalla er fyrsta íbúðasvæðið á Íslandi sem skipulagt er heildstætt til að mæta þörfum eldri borgara. Þar gefst kostur á að eiga heimili í sérhönnuðum hágæðaíbúðum í öruggu og notalegu umhverfi. Auk sérstakra þjónustuíbúða verða byggðar öryggisíbúðir og hjúkrunaríbúðir en sérstök félags- og þjónustumiðstöð verður staðsett þar á milli. Þar verður m.a. boðið upp á sjúkraþjálfun, leikfimi, líkamsrækt, nudd, snyrtiþjónustu, baðaðstöðu o.fl. Þar verður einnig dagvistun fyrir eldri borgara.
Í skipulagi á umhverfi Nesvalla er lögð sérstök áhersla á að búa til ákjósanlega útivistaraðstöðu. Með tilliti til þess hefur byggingum verið raðað upp til að mynda skjól, göngustígar verða lagðir milli húsa, stórt rými verður fyrir opin svæði og hluti garðsins verður grafinn niður um 1 - 2 metra svo hægt verði að njóta útivistar í nánast hvaða veðri sem er.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga