Heildarlausnir fyrir húsbyggjendur

Áltak í Reykjavík býður fyrirtækjum og einstaklingum upp á breiða línu byggingarefna til notkunar bæði utan- og innan húss. Markmið félagsins er að bjóða upp á heildarlausnir þannig að tryggt sé að saman fari góð hönnun, falleg áferð, framúrskarandi gæði og sanngjarnt verð.

Áltak býður eingöngu upp á gæðavöru frá þekktum og viðurkenndum framleiðendum og sérhæft starfsfólk Áltaks er ávallt til reiðu varðandi útfærslur og lausnir á hinum ýmsu byggingarhlutum. Magnús Ólafsson, framkvæmdastjóri Áltaks, segir metnað félagsins liggja í þeim heildarlausnum sem í boði eru. „Við seljum allt sem þarf til að ljúka verkinu á réttan hátt þannig að tryggt sé að öll efni eigi rétt saman og ekki komi til tæringar eða skemmda síðar vegna rangrar efnisnotkunar,“ segir Magnús.


Þorláksgeisli Þetta fjölbýlishús er klætt með glæsilegri 
utnahússklæðningu frá Áltaki. Verktaki var Mótás.


ECOPHON er einn fremsti framleiðandi kerfislofta í heiminum í dag en um 20 ára reynsla er komin á vörur frá Ecophon hér á landi. Áltak hefur selt kerfisloft frá Ecophon víða um land og segir Stefán Magnússon, einn sölumanna Áltaks, að slík kerfisloft sé meðal annars að finna í fjölmörgum íslenskum skólum. „Aðalástæðan er hvað Eocphon kerfisloftin eru vönduð, með sterka og öfluga grind og mikið hljóðísog. Á meðal aðila sem keypt hafa Ecophon kerfisloft hjá okkur er Ingunarskóli. Í íþróttahúsi skólans eru einnig veggplötur frá okkur,“ segir Stefán.
Ecophon kerfisloft eru afar sterk og henta til margvislegra nota svo sem í skrifstofuhúsnæði, skóla- og íþróttamannvirki-, verslanir og matvælaiðnað og annað iðnaðarhúsnæði.
Ecophon plöturnar hafa verið prófaðar af sænsku astma- og ofnæmissamtökunum og hafa þær fengið þeirra bestu meðmæli. Þá hafa Ecophon vörur einnig verið prófaðar af danska gæðaeftirlitinu sem setti þær í sinn besta flokk.


Nordprofil Áltak selur ál-stál panelloft og einnig kassettuloft 
frá Nordprofil.

OWA loftaplötur eru búnar að vera á markaðnum í yfir 20 ár en OWA framleiðir loftaplötur úr hvítull sem er blanda af, kalkstein, sandi og glerull. Glerullin er yfir 50% af uppistöðunni. OWA eru með mjög breytt úrval af áferðum og frágangi á köntum en plöturnar eru framleiddar í stærðunum frá 300-600 mm á breidd og 600-2.400 mm á lengd. OWA plöturnar eru með mjög gott hljóðstopp eða 31-47 dB og hljóðísog sem er frá NRC 0.50-.085 og er því í Klassa C og B. „Þessar plötur höfum við selt til margra skóla en einnig hafa þær verið notaðar í skrifstofur, verslanir og stofnanir. Þá hafa sjúkrahúsin notað mikið af kerfisloftum frá OWA og hafa þau staðist vel þær kröfur sem gerðar hafa verið til þeirra,“ segir Stefán.
NORDPROFIL framleiðir ál-stál panelloft og einnig kassettuloft en hægt er að nota Nordprofil panelinn inni sem úti. Panelloftin eru framleidd frá 20 mm til 400 mm á breidd og eru þau fáanleg í þeim lengdum sem óskað er eftir. 


Lumex Áltak hefur selt mikið af Lumex reykræsti-þaklúgum og Lumex
þakgluggar eru í ótal stærri og smærri byggingum hérlendis.

ABCD kerfisveggir eru mjög vinsælir hjá stærri fyrirtækjum og stofunum sem nota þessa veggi nánast eingöngu. „Þetta eru veggir með tvöföldu gleri eða gipsi en þessir kerfisveggir eru fallegir, einfaldir og fljótlegir í uppsetningu,“ segir Stefán.
MULTIWAL eru felliveggir sem eru nýttir til að hólfa stærri rými niður í litlar einingar. „Hægt að búa til heilu herbergin úr slíkum felliveggjum en einnig er mögulegt að vera með glerfelliveggi sem er á samskonar brautum og felliveggirnir.  Fellivegginna er hægt að fá frá 36-60 dB hljóðstoppi en þess háttar veggir eru aðallega hjá sáttasemjara eða í skyldum byggingum. Við höfum selt Multiwal felliveggina mikið í skrifstofur, skóla leikskóla og kirkjur,“ segir Stefán.

Þorláksgeisli Þetta fjölbýlishús er klætt með glæsilegri 
utnahússklæðningu frá Áltaki. Verktaki var Mótás.

CM er fyrirtæki sem framleiðir eldvarnar- og reyktjöld en reyktjöldin eru fáanleg rafdrifin eða föst. Ef tjaldið er rafdrifið þá fellur það niður við brunaboðun og getur ýmist fallið alveg niður í gólf eða í um það bil 2,5 metra fjarlægð frá gólfi til að gera fólki kleift að komast út.
Eldvarnartjöldin eru svipað nema þau falla alla leið niður í gólf við brunaboðun. Þau geta þolað 1.200° hita - frá 60 mínútum og upp í 120 mínútur.
CM  reyk- og eldvarnartjöldin henta í hvaða byggingu sem er; allt frá kjallara upp í ris.
COLT sérhæfir sig í reykræstibúnaði og búnaði til daglegrar loftræstingar. „Þessar vörur hafa verið á markaði hérlendis í yfir 20 ár við mjög góðan orðstír og verkfræðingar, arkitektar og verktakar hafa lagt traust sitt á Colt-búnað,“ segir Stefán.


Samhentur hópur Fimm af starfsmönnum Áltaks. Frá vinstri: Magnús
Ólafsson framkvæmdastjóri, Stefán Magnússon sölumaður, Guðmundur
Hannesson sölumaður, Gísli Guðfinnsson sölustjóri og Andri
Einarsson sölumaður.


LUMEX er danskt fyrirtæki sem er með reyklosunarbúnað fyrir stærri og smærri byggingar. Áltak hefur selt mikið af Lumex reykræsti-þaklúgum fyrir fjölbýlishús og þá aðallega í stigahús. Lumex þakgluggar eru í ótal stærri og smærri byggingum hérlendis, t.d IKEA í Garðabæ

Hagkvæmar samlokueiningar
Samlokueiningar, svo kallaðar yleiningar, eru án efa með hagkvæmustu lausnum sem fáanlegar eru hvað varðar útveggi og þök. Með einni einingu, sem skrúfuð er á stál- eða tréburðargrind, er kominn fullbúinn útveggur og eða þak, jafnt að innan sem utan.
Einingarnar eru byggðar upp af stálklæðningu að utan, einangrunarkjarna og fullbúnu innra byrði úr stáli. Hægt er að velja úr fjölda lita og litakerfa, bæði að utan og innan.
Gísli Guðfinnsson, sölustjóri Áltaks, segir mikilvægt að huga vel að reglugerðum varðandi brunavarnir þegar samlokueiningar eru notaðar sem byggingarefni. „Á Íslandi eru gerðar mjög strangar kröfur um brunaþol en við hjá Áltaki þekkjum reglurnar mjög vel. Við leggjum því metnað okkar í að aðstoða viðskiptavininn í hvívetna og bjóðum einungis það sem hentar hverju verkefni,“ segir Gísli.
Fram að þessu hafa samlokueiningar þótt afar hagkvæmur kostur varðandi iðnaðarhúsnæði, lagerhús, gripahús og stórverslanir. Gísli segir samlokueiningarnar þó einnig mjög hagkvæmar hvað varðar íbúðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði. „Við bjóðum heildarlausnir í samlokueiningum. Einingarar er hægt að fá galvaniseraðar, ólitaðar og nota má þær sem ódýran fulleinangraðan vegg eða þak og klæða að utan eða innan með efnum sem henta hverju verki,“ segir Gísli Guðfinnsson, sölustjóri Áltaks.
Áltak er umboðsaðili fyrir Thyssen Krupp í Þýskalandi og Ruukki í Skandinavíu en  þessi risafyrirtæki bjóða heidarlausnir í hágæða samlokuklæðningum og heilu mannvirkjunum úr stáli. Áltak er einnig umboðsaðili fyrir Isopan á Ítalíu sem býður mjög hagkvæmar samlokueiningar, bæði úr stáli og áli.
Nánari upplýsingar um vörur og þjónustu Áltaks er að finna á vefsíðu félagsins, www.altak.is.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga