Greinasafni: Skipulag
Búgarðabyggðin Byggðarhorn:Hestamennska er vinsæl um þessar mundir. Ekkert er einfaldara 
en vera með reiðhestana skammt frá heimilinu.

Í sveitaró í nánd við þéttbýli
Það gerist nú æ algengara að fólk sækist eftir því að eignast samastað í rólegu umhverfi utan þéttbýlis en þó ekki fjæri því en svo að njóta megi allra þeirra kosta sem þéttbýlið býður upp á; skóla, heilbrigðisþjónustu, verslunar og menningarlífs. Nýjasti valkosturinn er búgarðabyggðin í landi Byggðarhorns í Árborg, örskammt suðvestan við Selfoss
.
 
Í landi jarðarinnar Byggðar-horns, í tveggja og hálfs kílómetra fjarlægð frá Selfossi, hefur verið skipulagt á annað hundrað hektara landssvæði. Þar er gert  ráð fyrir 25 landareignum sem eru allt frá 1,8 upp í 7,9 hektarar að stærð. Þetta er heilsársbyggð sem í aðalskipulagi Árborgar er nefnd búgarðarbyggð og tryggir ábúendum því m.a. víðtækar heimildir til húsdýrahalds. Landareignirnar eru á flatlendi þar sem auðvelt er að rækta hvort heldur er tún eða tré og þar verður gott rými fyrir þá sem vilja til dæmis vera með hesta eða stunda einhvern atvinnurekstur. Heimilt er að stunda m.a. tamningar, vera með reiðskóla, sérhæfða verslunarstarfsemi, heimilisiðnað, sumarskóla, smáiðnað eða bændagistingu svo nokkuð sé nefnt. Síðan má ekki gleyma því að kyrrðin í fallegri sveit hlýtur að virka örvandi á þá sem vilja sinna ritstörfum, leggja stund á tónsmíðar eða helga sig myndlistinni.
Byggðarhorn ehf., sem hefur forgöngu um skipulagningu og sölu búgarðabyggðarinnar, er í eigu Miðbæjareigna ehf., Trausta Eysteinssonar og Þórðar Birgis Bogasonar en hann hefur með höndum framkvæmd verkefnisins. Það hefur verið unnið í góðum tengslum við Glitni á Selfossi enda þekkja menn þar þetta svæði vel. Landform annaðist hönnun deiliskipulagsLeyfi er fyrir margvíslegri starfsemi á Byggðarhornslöndunum. Þeir
sem áhuga hafa á blómarækt gætu komið sér upp gróðurhúsi. Kostirnir augljósir

Þórður leggur áherslu á að kostir þess að búa á stað á borð við Byggðarhorn séu augljósir ekki síst nú þegar höfuðborgarsvæðið sé orðið að einu atvinnusvæði sem teygir sig langt út frá borginni sjálfri. Í framhaldi af því sé Suðurland orðið kjörinn staður til búsetu fyrir þá sem vinna í höfuðborginni og eigi eftir að verða enn eftirsóknarverðara í náinni framtíð í kjölfar tvöföldunar Suðurlandsvegar. Búgarðabyggðin í Byggðarhorni sameini auk þess tvennt, heimili og sumarbústað, sem sífellt fleiri sækist nú eftir að eignast.


Hænsnarækt er orðin áhugamál
margra og ýmsir vilja eiga landnámshænur
heima við hús.

Sveitasetur og heimili í þéttbýli
Við skipulag Byggðar-hornsbyggðarinnar var lögð áhersla á að samþætta kosti sveitaseturs og heimilis í þéttbýli. Sem dæmi um kostina má nefna að stutt verður fyrir börn og unglinga að sækja skóla á Selfossi. Þar geta ungmennin einnig stundað tónlistarnám og íþróttir sem eru veigamikill þáttur í lífi þeirra í dag, að því ógleymdu að skammt veður að fara til að hitta skólafélagana utan skólatíma.
Vegalengdin til Selfoss, 2,5 km, er heldur ekki meiri en svo að þangað er jafnauðvelt að skreppa í búð eins og í verslun í Reykjavík, vanhagi fólk um eitthvað smálegt. Sama gildir einnig um heilsugæsluna sem er að sjálfsögðu fyrir hendi á Selfossi. Búgarðabyggðin sem slík á sér því tæpast hliðstæðu þar sem þetta er lokuð byggð í göngufæri frá öflugri þjónustu í þéttbýli enda mun Árborg þjónusta Byggðarhorn á sama hátt og aðra skipulagða byggð í dreifbýli.

Byggingar allt upp að 2000 fermetrum
Eins og áður sagði verða 25 lönd í búgarðabyggðinni og samkvæmt skipulagi er heimilt að byggja allt að 1600 fermetra byggingar á hverjum fjórum hekturum lands. Þar af er gert ráð fyrir að íbúðarhúsnæði verði um 400 fermetrar en útihús eða álíka byggingar 1200 fermetrar að flatarmáli. Þórður bendir á að vel komi til greina að tveir landeigendur sameinist um útihúsin og staðsetji byggingarnar þannig á löndum sínum að þær séu í þægilegri fjarlægð frá báðum heimilum. Á stærri löndunum á skipulagssvæðinu er heimilt að tvöfalda byggingarstærðina á híbýlum en stærð útihúsa takmarkast áfram við 1200 fermetra, en til þeirra má telja garðhús, hesthús, reiðskemmur og aðrar álíka byggingar. Því yrði stærð íbúðarbygginga allt að 800 fermetrar auk 1200 fermetra útihúss.

Rúmir byggingarreitir og gróið land
Engin lóð er eins í Byggðar–horni. Landið hefur verið hæðarmælt og byggingar-
reitir yfirleitt settir niður á hæstu staði í landinu, sem er þó að jafnaði fremur slétt. Byggingareitirnir eru það rúmir að fólk getur fært hús sín þónokkuð til eftir því sem aðstæður og landslag leyfir, og nokkurn veginn eins og hver kann að kjósa helst.
Landið á þessum slóðum er vel gróið og að stærstum hluta graslendi. Í framræslu-
skurðum, sem þarna eru, má sjá að víðast er skammt niður á klappir svo auðvelt verður að komast niður á fast þegar byggingarframkvæmdir hefjast og þar með verður kostnaðurinn minni en ella.Flestir telja útivist og hvers konar líkamsrækt bráðnauðsynlega. 
Það verður auðvelt að æfa sig undir maraþonhlaupin í framtíðinni.

Lóðaverð lítið brot af því sem gerist

Verð á löndunum í búgarðabyggðinni er á bilinu frá tæpum átta milljónum fyrir 1,8 ha land upp í um 30 milljónir fyrir stærstu lóðirnar sem eru tæpir átta hektarar. Mikilsvert er að vekja athygli á því að gatnagerðargjöld af hverri landareign eru innifalin í verði landsins. Af þessu má sjá að lóðaverð er aðeins lítið brot af því sem gerist í nágrannabyggðunum en þar eru einbýlishúsalóðir, innan við 1000 fermetrar að stærð, seldar fyrir milli 6 og 9 milljónir og á þá að auki eftir að greiða gatnagerðargjöldin. Svo ekki sé talað um lóðaverðið í Reykjavík.
Búgarðalöndunum verður skilað með heitu og köldu vatni ásamt rafmagni og háhraðafjarskiptatengingu í jarðstreng. Bundið slitlag verður á vegum en það veður ekki lagt fyrr en í júní á næsta ári. Meðfram vegum verður lágstemmd veglýsing, en ekki háir ljósastaurar eins og gerist í þéttbýli og lýsa þá upp allt umhverfi sitt. Lýsingin á því ekki eftir að skemma sveitastemmninguna sem þarna mun ríkja en verður þó að sjálfsögðu næg sem umferðarlýsing. Einnig verður sett upp lýsing við göngustíga. Í framhaldi af því má nefna að reiðstígar verða ekki innan svæðisins sjálfs en stutt að komast út af svæðinu og inn á skipulagða reiðstíga í Árborg.

Jarðarspildur tilbúnar til afhendingar
Þórður segir að spildurnar séu bráðlega byggingahæfar en vatn og rafmagn verður komið á í desember. Þegar endanleg lokaúttekt gatna, vatnslagna, götuljósakerfis og opinna svæða hefur farið fram af hálfu framkvæmda- og veitusviðs Árborgar mun sveitarfélagið taka við rekstri þessara kerfa. Um dreifikerfi rafveitu annast Rafmagnsveita Reykjavíkur.Hvern dreymir ekki um búgarð með öllum lífsins listisemdum 
eins og Arkiteó hefur komið með hugmynd að og sést best á þessari ævintýramynd.

Sala hafin

Sala á löndum er þegar hafin og veita Fasteignasalan Miklaborg, Fasteignasalan Bakki og Fasteignasalan Berg allar upplýsingar um lóðirnar í Byggðarhorni. Tímann þangað til vatn og rafmagn verður komið á geta menn nýtt til hönnunar bygginga og annars undirbúnings. Þess má geta að Arkitektastofan Arkiteó hefur þegar komið með nokkrar hugmyndir að byggingum í Byggðarhorni. Einnig er hafið samstarf við Einingaverksmiðjuna og ÚtiInni arkitekta sem mun jafnvel leiða til þess að boðnar verði lóðir með ákveðinni gerð húsa sem kaupendur geta þá valið eftir teikningum Eininga-verksmiðjunnar. Landform á Selfossi hannaði deiliskipulag.
Engar sérstakar kvaðir eru á efnisvali þegar kemur að byggingu íbúðarhúsanna og einnig er fólki í sjálfsvald sett hvort það vill byggja á einni hæð eða tveimur. Útsýni er þarna mikið, allt til sjávar í suðri og fjallasýn í aðrar áttir og ekki mikil hætta á að byggt verði fyrir útsýnið vegna þess hve löndin eru stór og byggðin þar af leiðandi dreifð.

Risastórt land á lágu verði
Þórður segir að lokum að með búgarðabyggðinni í Byggðahorni bjóðist mönnum risastórt land á lágu verði þar sem hægt sé að reisa sér glæsileg hús, sannkallaða búgarða, með tilheyrandi útihúsum. Þarna verði auðvelt að sinna hugðarefnum sínum og áhugamálum, hvort heldur er hestamennska, dýrahaldi, garðyrkja eða trjárækt, milli þess sem fólk sinni vinnu sinni á höfuðborgarsvæðinu. Hér verði hægt að blanda saman kostum þess að búa í þéttbýli og um leið sveit, vera frjáls á eigin landi, og veita börnum sínum þau forréttindi að alast upp í sveit í nánu sambandi við náttúruna og dýrin.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga