Glugga- og hurða-smiðja Selfoss

 

Glugga- og hurðasmiðja Selfoss er dótturfélag Eðalhúsa en félagið hefur framleitt glugga og hurðir bæði fyrir Eðalhús sem og almenna viðskiptavini frá árinu 2002. Í byrjun yfirstandandi árs var starfsemin efld til muna þegar félagið flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði að Gagnheiði 72 á Selfossi. „Við ákváðum að ráðast í miklar endurbætur á verksmiðjunni og höfum nú yfir að búa einni öflugustu glugga- og hurðaverksmiðju landsins hvað varðar smíði á gluggum og hurðum úr timbri. Verksmiðjan er mjög vel tækjum búin og starfsmennirnir, sem eru 16 talsins, búa yfir mikilli sérþekkingu. Markaðurinn hefur tekið framleiðslu okkar afar vel og viðskiptavinum félagsins fer stöðugt fjölgandi, ekki síst viðskiptavinum af höfuðborgarsvæðinu, en við seljum glugga og hurðir um allt land“ segir Einar Gunnar Sigurðsson.

Glugga- og Hurðasmiðja Selfoss
Gagnheiði 72, 800 Selfoss
S.: 482-4100 | Fax: 482-4102
ghs@ghs.is  www.ghs.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga