Öflugir verktakar á Austurlandi
Atvinnuhúsnæði Fagradalsbraut 25 á Egilsstöðum er byggð undir verslun og þjónustu og hægt að skipta húsnæðinu upp í fimm einingar með  sér inngangi í hverja einingu


Malarvinnslan er alhliða verktakafyrirtæki með höfuðstöðvar á Egilsstöðum og starfsemi í Mývatnssveit. Félagið hefur vaxið og dafnað vel á undanförnum árum og er nú með vel á annað hundrað starfsmenn og verkefni víða um land.
Malarvinnslan hf. var stofnuð árið 1980 en tilgangur félgsins í upphafi var vinnsla steinefna fyrir Vegagerð ríkisins og steypuframleiðendur. Stofnendur félagsins höfðu þá mikla reynslu og sérþekkingu á steinefnavinnslu eftir að hafa starfað um árabil við hellu- og rörasteypu og framleiðslu olíumalar. Á undanförnum áratug hefur starfsemi Malarvinnslunnar vaxið verulega og samhliða því hefur starfsemin tekið töluverðum breytingum. Í dag skiptist starfsemin í eftirtalin megin svið:

• Bygging íbúðar- og
atvinnuhúsnæðis.
• Framleiðsla á forsteyptum einingum til húsbygginga.
• Framleiðsla á malbiki.
• Lagning klæðningar á þjóðvegi.
• Rekstur steypustöðvar.
• Rekstur vörubifreiða- og
vinnuvélaverkstæðis.?
• Þungaflutningar og jarð-
vinna.
• Malarvinnsla og efnissala.
 
Í apríl árið 2000 runnu Malarvinnslan hf. og Brúnás Egilsstöðum ehf.?saman í eitt félag undir merki Malarvinnslunnar en Brúnás var byggingarfélag sem stofnað var árið 1958. Lúðvík Friðriksson, framkvæmdastjóri Malarvinnslunnar, segir að með samrunanum hafi mikil þekking og reynsla á byggingarmarkaðinum flust til Malarvinnslunnar. „Brúnássmenn bjuggu yfir mikilli þekkingu, bæði á framleiðslu forsteyptra einingahúsa sem og byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Þessi sérþekking varð svo grunnurinn að byggingardeild Malarvinnslunnar og fer sú starfsemi stöðugt vaxandi,“ segir Lúðvík.

Byggingarstarfsemi
Malarvinnslan tekur að sér að byggja íbúðar- iðnaðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæði og eru byggingarnar afhentar á því byggingarstigi sem viðskiptavinir óska.
Sem stendur er Malarvinnslan að reisa tæplega 1.000 fermetra atvinnuhúsnæði á Egilsstöðum undir verslun og þjónustu. Um er að ræða einingarhús og er mögulegt að skipta húsnæðinu upp í fimm einingar með sér inngangi í hverja einingu, allt eftir óskum hvers og eins. Þetta hentuga verslunar- og þjónustuhúsnæði stendur við ein fjölförnustu gatnamót á Austurlandi. Húsið er til sölu hjá Domus fasteignasölu og þar er hægt að fá frekari upplýsingar,“ segir Lúðvík

Verslunar- og íbúðahúsnæði að Miðvangi 6
Malarvinnslan er einnig með í byggingu 5.400 fermetra verslunar- og íbúðahúsnæði á Egilsstöðum en byggingin verður sú fyrsta í nýjum miðbæ sem ákveðið hefur verið að rísi á Egilsstöðum. Á jarðhæð verður verslunarrými á um 1.300 fermetrum en á 2. til 5. hæðar verða íbúðir fyrir eldri borgara; samtals 24 íbúðir.

Mývatn.  Höfuðstöðvar Malarvinnslunnar eru á
Egilsstöðumen félagið er einnig með starfstöð á Mývatni.

Stórhuga uppbygging
Malarvinnslan er með áform um stórhuga uppbyggingu á svæði sem verður hluti af nýjum miðbæ á Egilsstöðum. „Við munum byggja þarna íbúðarhúsnæði í nýju hverfi á 18.600 fermetra svæði. Þar sem svæðið er enn í skipulagsferli liggur ekki fyrir hvernig húsgerðirnar verða eða hversu margar íbúðir við munum byggja. Hitt er ljóst að þetta er stærsta verkefni til þessa sem öflug byggingardeild okkar hefur ráðist í,“ segir Lúðvík Friðriksson, framkvæmdastjóri Malarvinnslunnar á Egilsstöðum.


Framkvæmdastjórinn Lúðvík Friðriksson við 1.000 fermetra atvinnuhúsnæði
á Egilsstöðum sem Malarvinnslan er með í byggingu.

Malarvinnslan framleiði einingar í einingahús og stærstu viðskiptavinirnir félagsins hvað þann þátt starfseminnar varðar eru aðrir verktakar. Við Selhöfða á Egilsstöðum, þar sem Malarvinnslan er með malarnám, er verið að reisa nýja einingaverksmiðju
sem verður 1.500 fermetrar að flatarmáli. Lúðvík Friðriksson, framkvæmdastjóri Malarvinnslunnar, segir að ákveðið hafi verið að ráðast í byggingu nýrrar verksmiðju þar sem eldri verksmiðja hafi ekki annað eftirspurn.Starfsmenn einingarverksmiðjunnar
eru að jafnaði um 12 en mun fjölga þegar nýja verksmiðjan verður komin í fullan rekstur síðar í haust. Næsta vor verður steypustöð Malarvinnslunnar flutt frá Miðási 13 og í Selhöfða en samhliða því verða gerðar nokkrar endurbætur á steypustöðinni. „Steypustöðin hefur þjónað okkur vel um langt árabil en eftir flutninginn verður á einum stað málarnám, steypustöð og einingarverksmiðja. Það mun leiða til mikils hagræðis,“segir Lúðvík.Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga