Greinasafni: Skipulag
SB Glugga- og hurðasmiðja:Stoltir af gæðunum

SB Glugga-og hurðasmiðja var stofnuð árið 1974 af Sigurði O. Bjarnasyni en fyritækið er nú í eigu sonar hans Jónasar Sigurðssonar. Gluggar og hurðir frá fyrirtækinu eru í mjög mörgum húsum á Íslandi enda hefur það í gegnum tíðina unnið fyrir flest stærri byggingarfyrirtæki landsins „Ég er þó stoltastur af gæðunum. Við erum auk þess með sanngjarnt verð og stuttan afhendingartíma. Við vinnum ekki bara fyrir byggingarfyrirtæki heldur líka einstaklinga og húsfélög“ segir Jónas.

Jónas segir að fyrirtækið noti mikið til íslenskt hugvit í hönnun prófíla eða þversniða. Í dag hefur fyrirtækið nýjustu og fullkomnustu tæki sem völ er á. „Þar af leiðandi verða afköst og gæði framleiðslunnar mun meiri en áður,“ segir Jónas. Fyrirtækið framleiðir útihurðir, svalahurðir, bílskúrshurðir, glugga, opnanlega glugga, þakglugga, gólfborð, sólskála, gamaldags massíf gólfborð, útipanel, bjálkaklæðningar og aðra sérsmíði.

Nú er tími framkvæmda og viðhalds
Jónas vill hvetja fólk til að nýta tímann núna, eða út árið 2011, til viðhalds og endurnýjunar á gluggum og hurðum vegna skattaafsláttarins sem í boði er og endurgreiðslu á virðisaukanum vegna vinnunnar. „Þetta er ekkert mál, á höfuðborgarsvæðinu komum við á staðinn ef fólk þarf að skipta um glugga, útihurðir, svalahurðir eða bílskúrshurðir. Við gerum tilboð, mælum og smíðum. Við getum líka séð um að útvega aðila til ísetninga,“ segir Jónas. Allt sem þarf er eitt símtal og við sjáum um málið.

Með málin á hreinu í 35 ár 

„Við höfum kappkostað að velja aðeins gæðaefni til framleiðslunnar. Efnið sem við notum er að mestu leyti fura, oregon pine og maghony. Það sem kemur frá okkur á að endast vel og lengi við íslenskar aðstæður,“ segir Jónas.
Öll framleiðsla fyrirtækisins er undir ströngu eftirliti og var fyrirtækið eitt af stofnendum IGH samtaka um íslenskt glugga og hurðaeftirlit, en eitt helsta markmið þess er að verjast hugsanlegum byggingarslysum.
„Það má eiginlega segja að við höfum haft málin á hreinu í 35 ár,“ segir Jónas.  

Nánari upplýsingar sjá:  www.sbgluggar.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga