Greinasafni: Skipulag
Sérhannað hjúkrunarheimili á grunni farsællar hugmyndafræði

Hrafnista Kópavogi


Í dagstofunni koma íbúarnir saman og fá sér hressingu.

Það má með sanni segja að fyrr á þessu ári hafi orðið kaflaskil í húsnæðis ogumönnunarmálum aldraðra á höfuðborgarsvæðinu þegar nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu tók til starfa við Boðaþing í Kópavogi. Ástæðan er sú að nærri áratugur var þá liðinn síðan nýtt hjúkrunarheimili tók til starfa á höfuðborgarsvæðinu, sem var Sóltún í Reykjavík. Hrafnista í Kópavogi er rekin eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu sem ekki hefur verið reynd áður á svo fjölmennu heimili hér á landi.

Ríkissjóður og Kópavogsbær byggðu hjúkrunarheimilið og fólu reksturinn Sjómannadagsráði, eiganda Hrafnistuheimilanna. Um fyrri áfanga af tveimur er að ræða með rýmum fyrir 44 einstaklinga, en alls er gert ráð fyrir að 88 manns búiá heimilinu þegar það verður fullklárað á næstu árum.

Lev og bo
Húsnæði Hrafnistu í Kópavogi er hannað og teiknað með hliðsjón af dönsku hugmyndafræðinni Lev og bo sem leggur áherslu á litlar heimilislegar einingar með átta til ellefu íbúum á einingu. Markmiðið er m.a. að búa íbúunum eins heimilislegt umhverfi og frekast er kostur og virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra með sama hætti og væru þeir enn á sínu fyrra heimili. Þannig er markvisst leitast við að viðhalda frumkvæði heimilismanna með því t.d. að viðhalda eða virkja þátttöku þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu í samræmi við getu hvers og eins. Rúmgóð herbergi íbúanna eru þannig búin þeirra eigin húsgögnum og gluggatjöldum.

Bestu kostir nýttir
Hjá Hrafnistu í Kópavogi starfa nú um 80 manns. Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður heimilisins, segir grunnhugsun hugmyndafræði Lev og bo fólgna í því að nýta bestu kostina sem sjálfstæð búseta býður uppá og sameina þá því öryggi sem hjúkrunarheimili hafa uppá að bjóða. „Við byggjum á því að virkja og viðhalda þátttöku íbúanna og aðstandenda þeirra í daglegu lífi á heimilinu og við, starfsfólkið hér, vinnum ekki „með íbúana“ heldur með íbúunum að því að skapa eins hlýlegt og virkt samfélag og kostur er. Starfsmannamiðað vinnufyrirkomulag, þar sem allt starf er í fyrirfram ákveðnum farvegi, á ekki við hér. Hér fer fólk t.d. á fætur þegar því hentar, ekki þegar okkur hentar,“ segir Hrönn.

Gengur mjög vel
Nú eru rúmlega hálft ár síðan Hrafnista í Kópavogi opnaði og segir Bjarney Sigurðardóttir deildarstjóri að starfsemin gangi afar vel. „Við upplifum afar þægilegan og heimilislegan anda hér. Lífið gengur sinn vangagang með þeirri fjölbreytni sem heimilisfólkið sjálft kýs hverju sinni, hvort sem það er iðjuþjálfun, dans eða annað,“ segir Bjarney, og Hrönn bætir við að mikil eftirvænting ríki meðal heimilisfólks og starfsfólks um nýju innisundlaugina, sem verðurvonandi opnuð sem fyrst á næsta ári. Hún verði mikil lyftistöng fyrir heimilið. 

Nýlega komu íbúar, aðstandendur og starfsfólk Hrafnistu í Kópavogi saman til haustfagnaðar á heimilinu. Þar skemmtu m.a. Óperuídýfurnar Davíð og Stefán við góðar undirtektir. Hér er Davíð í rómantýskum stellingum.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga