Þjónustu- og öryggisíbúðir fyrir aldraða á mörkum bæjar og sveitar


Fallegt útsýni til Esjunnar.

Við hlið Hrafnistu í Kópavogi stendur glæsilegt fimm hæða fjölbýlishús með 48 þjónustu- og öryggisíbúðum fyrir aldraða, sextíu ára eða eldri. Um er að ræða fyrri áfanga af tveimur í byggingaframkvæmdum Naustavarar við Boðaþing 22-24, en alls verða íbúðirnar 95 þegar framkvæmdum lýkur. Útleiga íbúðanna er hafin. Þær verða til sýnis alla virka daga milli kl. 16 og 17 til og með 17. desember.

Úr íbúðum hússins er víða stórkostlegt útsýni, m.a. til Bláfjalla og Hengilssvæðisins auk Skarðsheiðar, Esjunnar og Elliðavatns. Íbúðirnar eru af sex mismunandi gerðum og stærðum, tveggja og þriggja herbergja. Þær eru vandaðar af allri gerð, dyraop breið og rennihurðir inn á bað og svefnherbergi. Innfeld halogenlýsing er í loftum. Auk hefðbundinna rafmagnstækja í eldhúsi fylgir uppþvottavél og ísskápur sérhverri íbúð. Á gólfum er eikarparket og öryggisdúkur á baðherbergjum. Þar eru jafnframt tengi fyrir þvottavél og barkalausan þurrkara. Stórum flísalögðum svölum er lokað með póstalausu hertu gleri á rennibrautum þannig að hægt er að opna þær nánast að fullu. Á jarðhæð eru sérgeymslur og sameiginlegt þvottahús með mynt-þvottavélum og þurrkurum. 

Þjónustu- og öryggisíbúðirnar við Boðaþing í Kópavogi eru bjartar og fallegar.

Öryggiskerfi
Í íbúðunum er neyðarhnappur og fasttengt sjúkratalkerfi, sem er beintengt við hjúkrunarvakt Hrafnistu. Í húsinu öllu, anddyri, sameign og íbúðum, eru fullkomin öryggiskerfi. Í sameign er brunaog slökkvikerfi ásamt myndaeftirlitskerfi og í anddyrum er aðgangangsstýrikerfi og mynddyrasími. 

Leiguíbúðir fyrir 60 ára eða eldri
Íbúðirnar eru þjónustu- og öryggisíbúðir og byggðar með þarfir eldri borgara í huga, 60 ára eða eldri. Þannig geta íbúar búið sem lengst í sömu íbúð með því að nýta sér þá aðstöðu sem þar er til staðar auk þess að hafa aðgang að fjölbreyttri þjónustu í þjónustumiðstöðinni við Boðaþing. Þar eru meðal annars fjölnotasalur með eldhúsi, hárgreiðslu-og fótaaðgerðastofa, sjúkraþjálfun, föndursalur og á næsta ári verður opnuð sundlaug á sama stað. Stefnt er að því að frá Hrafnistu verði unnt að veita heimahjúkrun og heimilisþjónustu fyrir íbúa fjölbýlishússins við Boðaþing 22-24.

Afþreying
Á lóðinni er m.a. glæsilegur púttvöllur og væntanleg eru leiktæki fyrir barnabörnin. Boðaþing liggur á mörkum bæjar og sveitar. Göngustígar við húsið eru tengdir göngu-og reiðstígum sem liggja um hverfið og að útivistarperlunum við Elliðavatn og Heiðmörk.

Nánari upplýsingar
Naustavör er dótturfyrirtæki Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna og er hægt að skoða íbúðirar á vefsíðunni hrafnista.is. Upplýsingar um leigu eru veittar á skrifstofu Sjómannadagsráðs í síma 5859301 og 5859302 og einnig í síma 585 9500. Jafnframt má senda fyrirspurnir á netfangið asgeir. ingvason@hrafnista.is.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga